Kynningarfundur á Terraforming LIFE verkefninu

VR-II
Stofa 148
Þriðjudaginn 7. október verður haldinn kynningarfundur á Terraforming LIFE verkefninu. Fundurinn er haldinn á vegum Verkfræðistofnunar HÍ.
Terraforming LIFE er nýsköpunarverkefni sem miðar að því að þróa nýja aðferð til að framleiða lífrænan áburð og lífgas úr fiskeldismykju og búfjármykju. Markmið verkefnisins er að efla hringrásarhagkerfi Íslands, lækka kostnað við förgun úrgangs, draga úr þörf fyrir innfluttan tilbúinn áburð og styðja sjálfbæran íslenskan landbúnað. Að verkefninu standa landeldisfyrirtækið First Water, Bændasamtök Íslands, Orkídea, Ölfus Þekkingarsetur og SMJ verkfræðistofa. Verkefnið er styrkt af LIFE sem er loftslags- og umhverfisáætlun Evrópusambandsins. Sigurður Trausti Karvelsson, verkefnastjóri rannsókna og þróunar hjá First Water, mun koma og kynna Terraforming LIFE.
Kynning á Terraforming LIFE
