Kvikmyndagerð á Íslandi fyrir kínverska aðila

Veröld - Hús Vigdísar
Stofa 007
Búi Baldvinsson, eigandi og framleiðandi hjá Hero Productions á Íslandi, segir frá verkefnum sínum fyrir kínverska viðskiptavini.
Framleiðslufyrirtækið Hero Productions sérhæfir sig í hágæða stuðningi við leiknar kvikmyndir, sjónvarpsþætti, auglýsingar, o.fl. Með áralanga reynslu hefur fyrirtækið orðið traustur samstarfsaðili fyrir alþjóðlega viðskiptavini, þar á meðal nokkur af mest áberandi nöfnum í kínverskum afþreyingar- og auglýsingaiðnaði.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku og viðburðurinn er á vegum Kínversk-íslenska menningarfélagsins og Konfúsíusarstofnunar. Haldið í stofu 007 í Veröld - húsi Vigdísar, fimmtudaginn 13. febrúar og hefst kl.17:30. Boðið er upp á léttar veitingar.
Verið öll velkomin.
Búi Baldvinsson, eigandi og framleiðandi hjá Hero Productions á Íslandi, segir frá verkefnum sínum fyrir kínverska viðskiptavini í stofu 007 í Veröld - húsi Vigdísar, fimmtudaginn 13. febrúar kl.17:30.
