Skip to main content

Jarðskjálftaáhætta á Íslandi - Seismic Risk in Iceland - SERICE

Jarðskjálftaáhætta á Íslandi   -   Seismic Risk in Iceland - SERICE - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
9. september 2024 9:00 til 16:00
Hvar 

Engjateigur 9

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands hefur undanfarin misseri unnið að rannsóknaverkefninu „Jarðskjálftaáhætta á Íslandi“ (SERICE – Seismic Risk in Iceland), en verkefnið fékk Öndvegisstyrk frá Rannís árið 2021.

Árið 2024 er lokaár verkefnisins og af því tilefni er haldið málþing þar sem afurðir verkefnisins verða m.a. kynntar.

Á málþinginu munu þrír doktorsnemar kynna rannsóknarverkefni sín sem öll eru unnin innan ramma SERICE en einnig munu sérfræðingar við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ og erlendir sérfræðingar halda erindi.

Athugið að frestur til að skrá þátttöku rennur út miðvikudaginn 4. september.

Sjá nánari dagkrá

Málþingið er haldið  á vegum Háskóla Íslands, Rannís og Verkfræðingafélags Íslands.