Japanshátíð Háskóla Íslands 2026

Veröld - Hús Vigdísar
Nemendur og kennarar í japönsku máli og menningu við Háskóla Íslands bjóða ykkur hjartanlega velkomin á Japanshátíðina 2026, sem nú er haldin í tuttugasta og annað sinn. Hátíðin er skipulögð í samstarfi við sendiráð Japans á Íslandi og Íslensk-japanska félagið, en fjölmörg félagasamtök taka einnig þátt í dagskránni líkt og undanfarin ár.
Gestum gefst kostur á að kynnast japanskri menningu frá ólíkum sjónarhornum í gegnum bæði viðburði og vinnustofur. Öll þátttaka er ókeypis. Mikið verður lagt í hátíðina í ár í tilefni af 70 ára afmæli opinberra samskipta Íslands og Japans.
Í ár verður gestum boðið upp á að kynnast m.a. japönskum bardagalistum, manga-teikningum, borðspilinu Go, anime/teiknimyndum, sverðboltaæfingum (kendama), japanskri skrautskrift og mörgu fleira. Á sýningar- og upplýsingarbásum verða veittar fjölbreyttar upplýsingar sem tengjast Japan. Einnig sýna háskólanemar rannsóknarverkefni sín á veggspjöldum sem fjalla um ýmis efni tengd japanskri sögu og menningu.
Dagskrá í Auðarsal:
13:15 – Ólöf Garðarsdóttir sviðsforseti Hugvísindaþings býður gesti velkomna
13:20 – Opnunarávarp, Keizo Takewaka sendiherra Japans
13:30 – 14:00 – Karate sýning
14:15 – 15:45 – Kvikmyndasýning: Okko’s Inn (anime)
16:00 – 17:00 – Aikido sýning
Smiðjur*:
- 13:30 – 14:15 – Manga teiknismiðja (stofa 108)
- 13:30 – 16:00 – Go kennsla (stofa 103)
- 15:00 – 15:45 – Manga teiknismiðja (stofa 108)
*Athugið, takmarkaður sætafjöldi, fyrstur kemur fyrstur fær.
Aðrir viðburðir:
- 13:30 – 16:00 – Veiðileikur („superball“) (stofa 104)
- 14:00 – 16:00 – Sverþboltatækni (Kendama) og sýningarbás (Heimasvæði, 2. hæð)
- 14:00 – 15:10 – Kvikmyndasýning: Teiknimyndin ON-GAKU/Our Sound (stofa 107)
- 15:30 – 16:40 – Kvikmyndasýning: Teiknimyndin ON-GAKU/Our Sound (stofa 107)
Nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðu hátíðarinnar.
Hátíðin er styrkt af Háskóla Íslands (styrkur vegna samfélagsvirkni) og Vigdísarstofnun Háskóla Íslands.
Japanshátíð Háskóla Íslands 2026.
