Skip to main content

Hver er munurinn á guðfræði og trúarbragðafræði?

Hver er munurinn á guðfræði og trúarbragðafræði? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
15. september 2025 11:40 til 13:00
Hvar 

Aðalbygging

Stofa 229

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Haraldur Hreinsson, lektor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ og Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði, flytur erindi á málstofu Guðfræðistofnunar HÍ sem haldin verður í stofu 229 í Aðalbyggingu HÍ, mánudaginn 15. september kl. 11:40-13:00. Erindið nefnist „Hver er munurinn á guðfræði og trúarbragðafræði? Vangaveltur um fræðamörk trúarbragðatengdra greina í sögu og samtíð.“

Um erindið

Sambandið á milli guðfræði og trúarbragðafræði hefur í gegnum tíðina verið spennuhlaðið en einnig borið ríkulegan fræðilegan ávöxt. Frá því á 19. öld, þegar trúarbragðafræði kom fram á sjónarsviðið sem sjálfstæð fræðigrein, hefur reglulega sprottið upp umræða um hvernig sé gagnlegast að útskýra muninn milli greinanna tveggja. Í þessum fyrirlestri verður fengist við þessa spurningu frá ýmsum hliðum og á leiðinni verður snert á ýmsum viðfangsefnum, þ.á m. horfinni fræðigrein sem kallast „guðfræðileg alfræði“, sjálfstæðisbaráttu trúarbragðafræðinnar og upphafi trúarbragðafræði á Íslandi um miðja 20. öld. Færð verða rök fyrir því að guðfræði og trúarbragðafræði eigi vel heima undir sama þaki, þ.e. innan sömu háskóladeildar, þó samlífið sé ekki alltaf einfalt.

Um fyrirlesarann

Haraldur Hreinsson er lektor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild á Hugvísindasviði og Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hann lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Münster 2019 og hefur síðan þá  starfað við Háskólann í Leipzig og Háskóla Íslands. Rannsóknir hans á síðustu árum hafa beinst að kristni á miðöldum, þróun afhelgunar á Íslandi á 19. og 20. öld, búddisma á Íslandi.

Haraldur Hreinsson, lektor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ og Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Hver er munurinn á guðfræði og trúarbragðafræði?