Hvað með okkur? Málþing með fötluðu fólki í aðalhlutverki

Hvenær
11. apríl 2025 13:00 til 17:00
Hvar
Hilton Reykjavík Nordica
Nánar
Aðgangur ókeypis
Málþing þar sem fatlað fólk er í aðalhlutverki.
Nemar í starfstengdu diplómanámi við Hí og Landssamtökin Þroskahjálp standa fyrir málþinginu, sem er opið fyrir öll og ókeypis inn. Rýmið er aðgengilegt.
Teiknararnir Katja Helgadóttir og Vilmundur Gunnarsson teikna það sem fyrir augu ber og táknmálstúlkur túlkar málþingið.
Boðið verður upp á kaffiveitingar á meðan málþinginu stendur og léttan mat að málþingi loknu. Síðan verður partí frá 17-19.
Við biðjum gesti að skrá sig á málþingið, svo við vitum nú hvað við eigum að panta mikið af veitingum!
Skráning og frekari upplýsingar er hér
.
