Hvað getur þú gert fyrir mig?

Hvenær
14. október 2025 12:00 til 13:00
Hvar
Háskólatorg
HT-101
Nánar
Aðgangur ókeypis
Anna Hedvig Þorsteinsdóttir, sem útskrifaðist úr Mannauðsstjórnun frá Viðskiptafræðideild HÍ í vor, kynnir helstu niðurstöður úr meistararitgerð sinni sem fjallar um ráðningar sem stuðla að farsælu ráðningarsambandi. Á fundinum verður einnig Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri Icelandair. Mannauðsmál, ráðningar og þjálfun flugmanna félagsins er hluti af starfssviði Lindu.
Fjallað verður um ráðningar sem stuðla að farsælu ráðningarsambandi.
