Skip to main content

Hvað er í gangi í íslenskri máltækni? TrustLLM og KatlaCode

Hvað er í gangi í íslenskri máltækni? TrustLLM og KatlaCode - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
3. nóvember 2025 15:00 til 16:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Stofa 008

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Í haust fara fram vikulegir fyrirlestrar á vegum Máltækniseturs. Fyrirlesarar frá HÍ, Árnastofnun og HR kynna yfirstandandi rannsóknarverkefni og nýsköpunarfyrirtæki segja frá starfsemi sinni. Fjallað verður um efni á borð við risamállíkön og gervigreind, talgreiningu og -gervingu og málvinnslu.

Mánudaginn 3. nóvember er eitt erindi á dagskrá en að því loknu kynna fjórir nemendur í máltækni og íslenskum fræðum verkefni sem þau eru að vinna innan íslenskrar máltækni.

  • Kl. 15:00–15:40. TrustLLM og KatlaCode. Hafsteinn Einarsson
  • Kl. 15:50–16:30. Nemakynningar

Fyrirlestraröðin fer fram í stofu 008 í Veröld. 

Fyrirlesari verður Hafsteinn Einarsson frá TrustLLM og KatlaCode.

Hvað er í gangi í íslenskri máltækni? TrustLLM og KatlaCode