Skip to main content

Hvað er í gangi í íslenskri máltækni? Bara tala og Íslenski málbankinn

Hvað er í gangi í íslenskri máltækni? Bara tala og Íslenski málbankinn - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
22. september 2025 15:00 til 16:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Stofa 008

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Í haust fara fram vikulegir fyrirlestrar á vegum Máltækniseturs. Fyrirlesarar frá HÍ, Árnastofnun og HR kynna yfirstandandi rannsóknarverkefni og nýsköpunarfyrirtæki segja frá starfsemi sinni. Fjallað verður um efni á borð við risamállíkön og gervigreind, talgreiningu og -gervingu og málvinnslu.

Mánudaginn 22. september eru tveir fyrirlestrar á dagskrá: 

  • Kl. 15–15:40. Fyrirtækjakynning: Bara tala. Jón Gunnar Þórðarson.
  • Kl. 15:50–16:30. Íslenski málbankinn og CLARIN-IS. Starkaður Barkason og Atli Jasonarson.

    Fyrirlestraröðin fer fram í stofu 008 í Veröld. Verið öll velkomin.

     Jón Gunnar Þórðarson kynnir fyrirtækið Bara tala.

    Hvað er í gangi í íslenskri máltækni? Bara tala og Íslenski málbankinn