Hugsunarháttur happræðis: Slembival í stað kosninga

Veröld - Hús Vigdísar
Rannsóknasetrið EDDA heldur opinn fyrirlestur þar sem Nadia Urbinati, prófessor við Columbia háskóla og Cristina Lafont, prófessor við Northwestern háskóla ræða um bók sína The Lottocratic Mentality.
Viðburðurinn, sem er fer fram í Auðarsal í Veröld miðvikudaginn 29. október næstkomandi og hefst kl. 16.00. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.
The Lottocratic mentality – sem á íslensku gæti kallast Hugsunarháttur happræðis – er ný bók stjórnamálaheimspekinganna Nadiu Urbinati og Cristinu Lafont um eina helstu nýjung lýðræðislegra stjórnmála: Að draga úr vægi kosninga en beita í þeirra stað slembivali í auknum mæli til að velja fulltrúa til trúnaðarstarfa fyrir almenning.Í bókinni nálgast þær happræði á gagnrýnum forsendum og benda á þær hættur sem fylgja því að gera slembivali hærra undir höfði en hefðbundnum lýðræðislegum stjórnmálum þar sem kept er um hylli og atkvæði kjósenda.Cristina Lafont er vel þekkt fyrir bók sína Democratic Shortcuts (Lýðræði styttir sér leið) þar sem hún gagnrýnir hugmyndir um slembivaldar löggjafar- og stefnumótunarsamkomur og bendir á að slembival geti aldrei uppfyllt lögmætiskröfu lýðræðislegra stjórnmála. Lafont hefur haldið því fram að hugmyndafræði slembilvalsins ógni nokkrum meginreglum lýðræðisins á borð við pólitískan jöfnuð, og frelsi og geti auðveldlega leitt til andlýðræðislegra stjórnarhátta undir yfirskini skilvirkni við lausn félagslegra verkefna.Nadia Urbinati er meðal áhrifamestu stjórnspekinga samtímans. Í bók sinni Democracy disfigured (Lýðræði afmyndað) bendir hún á mikilvægi lýðræðislegrar umræðu þar sem skoðanir takast á frekar en að lýðræðið sé endurskilgreint sem leit að þekkingu. Urbinati hefur sérstaklega beint sjónum að mikilvægi stjórnmálaflokka í lýðræðislegum stjórnmálum.
Í Hugsunarhætti happræðis halda Urbinati og Lafont því fram að slembival leysi engin vandamál lýðræðis. Þótt vissulega megi beita því að vissu marki, sé algjör misskilningur að halda því fram að það geti leyst samkeppnisstjórnmál af hólmi. Þær gagnrýna ekk síst þann tækni-popúlisma sem er samfara hugmyndum um að helsti vandi lýðræðis í dag sé vanþekking og að bæta megi úr vanköntum lýðræðis með því að slembivelja fulltrúa til þessa að vinna sameiginlega að lausnum vandamála með hlutlæga þekkingu að leiðarljósi.
Rannsóknasetrið EDDA heldur opinn fyrirlestur þar sem Nadia Urbinati, prófessor við Columbia háskóla og Cristina Lafont, prófessor við Northwestern háskóla ræða um bók sína The Lottocratic Mentality.
Viðburðurinn, sem er fer fram í Auðarsal í Veröld miðvikudaginn 29. október næstkomandi og hefst kl. 16.00. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.
The Lottocratic mentality – sem á íslensku gæti kallast Hugsunarháttur happræðis – er ný bók stjórnamálaheimspekinganna Nadiu Urbinati og Cristinu Lafont um eina helstu nýjung lýðræðislegra stjórnmála: Að draga úr vægi kosninga en beita í þeirra stað slembivali í auknum mæli til að velja fulltrúa til trúnaðarstarfa fyrir almenning.Í bókinni nálgast þær happræði á gagnrýnum forsendum og benda á þær hættur sem fylgja því að gera slembivali hærra undir höfði en hefðbundnum lýðræðislegum stjórnmálum þar sem kept er um hylli og atkvæði kjósenda.Cristina Lafont er vel þekkt fyrir bók sína Democratic Shortcuts (Lýðræði styttir sér leið) þar sem hún gagnrýnir hugmyndir um slembivaldar löggjafar- og stefnumótunarsamkomur og bendir á að slembival geti aldrei uppfyllt lögmætiskröfu lýðræðislegra stjórnmála. Lafont hefur haldið því fram að hugmyndafræði slembilvalsins ógni nokkrum meginreglum lýðræðisins á borð við pólitískan jöfnuð, og frelsi og geti auðveldlega leitt til andlýðræðislegra stjórnarhátta undir yfirskini skilvirkni við lausn félagslegra verkefna.Nadia Urbinati er meðal áhrifamestu stjórnspekinga samtímans. Í bók sinni Democracy disfigured (Lýðræði afmyndað) bendir hún á mikilvægi lýðræðislegrar umræðu þar sem skoðanir takast á frekar en að lýðræðið sé endurskilgreint sem leit að þekkingu. Urbinati hefur sérstaklega beint sjónum að mikilvægi stjórnmálaflokka í lýðræðislegum stjórnmálum.Í Hugsunarhætti happræðis halda Urbinati og Lafont því fram að slembival leysi engin vandamál lýðræðis. Þótt vissulega megi beita því að vissu marki, sé algjör misskilningur að halda því fram að það geti leyst samkeppnisstjórnmál af hólmi. Þær gagnrýna ekk síst þann tækni-popúlisma sem er samfara hugmyndum um að helsti vandi lýðræðis í dag sé vanþekking og að bæta megi úr vanköntum lýðræðis með því að slembivelja fulltrúa til þessa að vinna sameiginlega að lausnum vandamála með hlutlæga þekkingu að leiðarljósi.
