Skip to main content

Hönnun fyrir sköpunargleði: Gagnleg verkfæri til að umbreyta skipulags- og námsmenningu.

Hönnun fyrir sköpunargleði: Gagnleg verkfæri til að umbreyta skipulags- og námsmenningu. - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
26. september 2025 10:00 til 12:00
Hvar 

SAGA S-285

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hvernig getum við fléttað sköpunargleði betur inn í kennsluna okkar, námsbrautir og háskólakerfið —ekki aðeins hvernig við kennum, heldur einnig í því hvernig við hönnum og skipuleggjum nám þvert á fræðasvið?

Dagsetning: Föstudagur 26. september
Tími: 10:00-12:00
Staðsetning: Saga  S- 285

Umsjónamaður vinnustofunar: Anne Bamford
 
Þessi gagnvirka vinnustofa er sérstaklega hönnuð fyrir háskólakennara og akademískt starfsfólk við Háskóla Íslands. Hún er hugsuð sem viðbragð við ýmsum  áskorunum háskóla: Miklu vinnuálagi, ósveigjanlegu námskrárskipulagi, kröfum um viðurkenningu og þeim þrýstingi að þurfa að sinna bæði rannsóknum og kennsluþróun"
Saman munum við kanna hvernig skapandi aðferðir geta hjálpað til við að yfirstíga þessar hindranir og beint nýrri orku inn í kennslustofur, námsáætlanir og stofnanavenjur (starfshætti stofnunarinnar)
 
Þátttakendur munu fá tækifæri til að prófa sig áfram með hönnunaraðferðir eins og hönnunartengda skipulagningu (e. design-based planning), hugmyndaspretti (e. ideation sprints), samkenndarkortlagningu (e. empathy mapping), persónugervingu (e. personification) og hraðfrumgerðagerð (e. rapid prototyping) — og laga þessar hugmyndir að akademísku

 umhverfi. Við munum skoða hvernig jafnvel litlar og markvissar breytingar á kennsluháttum, matsfyrirkomulagi eða námskrárskipulagi geta leitt til víðtækari menningar- og skipulagsbreytinga innan háskólans.
 
Í vinnustofunni er lögð  áhersla á hagnýta beitingu: þú munt fara af henni með tilbúin sniðmát, aðferðir til að festa sköpunargleði inn í námskeiðshönnun og leiðir til að efla gagnrýna og skapandi hugsun hjá nemendum þvert á fræðasvið—allt frá vísindum og lögfræði til lista og hugvísinda.
 
Námskeið leggur áherslu á hagnýta beitingu: þátttakendur fá með sér tilbúin sniðmát, aðferðir til að flétta sköpunargleði inn í námskeiðshönnun og leiðir til að efla gagnrýna og skapandi hugsun nemenda þvert á fræðasvið—allt frá raunvísindum til  lista og hugvísinda.
 
Umfram allt miðar þessi vinnustofa að því að byggja upp skapandi sjálfstraust akademískra starfsmanna: að efla þína eigin getu til nýsköpunar á þann hátt sem nýtist innan ramma háskólans en hefur um leið áhrif á menntun og menningu.
Komdu og hugsum saman upp á nýtt hvernig sköpunargleði getur dafnað í háskólanámi—byrjum á okkar eigin kennslu hér við Háskóla Íslands.  
“Anne Bamford er gestaprófessor við Menntavísindasvið HÍ og vel þekktur sérfræðingur á sviði menntunar frá Ástralíu. Bamford vann að umfangsmikilli úttekt á stöðu listkennslu á Íslandi árin 2009 til 2010 og hefur frá 2022 starfað sem gestaprófessor við HÍ. Rannsóknir hennar snúa meðal annars að nýsköpun á sviði menntunar, samfélagsáhrif rannsókna, jafnrétti og fjölbreytileika. Sem alþjóðlegur fræðimaður fyrir UNESCO hefur Anne stýrt umfangsmiklum mats- og úttektarrannsóknum fyrir stjórnvöld í Danmörku, Hollandi, Belgíu, Íslandi, Hong Kong, Írlandi og Noregi. Meðal fjölda greina og bókakafla sem hún hefur skrifað er bókin The Wow Factor: Global research compendium on the impact of the arts in education, sem hefur verið gefin út á fimm tungumálum og dreift til yfir 40 landa”

Anne Bamford er gestaprófessor við Menntavísindasvið HÍ og vel þekktur sérfræðingur á sviði menntunar frá Ástralíu. Bamford vann að umfangsmikilli úttekt á stöðu listkennslu á Íslandi árin 2009 til 2010 og hefur frá 2022 starfað sem gestaprófessor við HÍ. 

Hönnun fyrir sköpunargleði: Gagnleg verkfæri til að umbreyta skipulags- og námsmenningu.