Hinsegin veruleiki: Kortlagning á réttindum, líðan og stöðu hinsegin fólks

Hannesarholt
Fimmtudaginn 20. mars verður haldinn opinn fundur á vegum RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum og dómsmálaráðuneytisins í Hannesarholti, Grundarstíg 10, á milli klukkan 15 og 17 þar sem kynnt verður skýrsla um stöðu, réttindi og líðan hinsegin fólks á Íslandi. RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands hafði með höndum yfirumsjón með vinnslu skýrslunnar fyrir jafnréttis- og mannréttindaskrifstofu dómsmálaráðuneytisins. Skýrslan er unnin af Þorsteini Vilhjálmssyni, doktor í gagnrýnum fræðum og byggir annars vegar á fyrirliggjandi gögnum úr birtum rannsóknum og hins vegar nýrri rannsókn Þorsteins.
Verkefnið er einn liður í aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks fyrir árin 2022-2025. Markmið þess er að kortleggja stöðu og réttindi hinsegin fólks á Ísland til að hægt sé að útfæra frekari aðgerðir til hagsbóta fyrir hinsegin fólk. RIKK bar ábyrgð á framkvæmd verkefnisins þar sem lögð var áhersla á hið félagslega, líðan og aðstæður hinsegin fólks, þar á meðal stöðu aldraðra og öryrkja innan hinsegin samfélagsins og hinsegin fólks á landsbyggðinni.
Dagskrá
- Svanhildur Anja Ástþórsdóttir, verkefnastjóri hjá RIKK býður fólk velkomið
- Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, flytur ávarp
- Þorsteinn Vilhjálmsson, doktor í gagnrýnum fræðum og höfundur skýrslu um kortlagningu á réttindum, líðan og stöðu hinsegin fólks á Íslandi kynnir efni skýrslunnar og helstu niðurstöður.
- Pallborðsumræður
Þátttakendur:
- Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna 78
- Bjarni Snæbjörnsson, leikari
- Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar
- Reyn Alpha Magnúsdóttir, forseti Trans Íslands
- Pallborðsstjóri: Arna Magnea Danks, leikkona
Boðið verður upp á kaffiveitingar og eru öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.