Heimildamynd: Tantura

Veröld - Hús Vigdísar
Auðarsal
Mið-Austurlandafræði og Palestínuverkefnið við Háskóla Íslands býður á ókeypis sýningu á heimildarmyndinni Tantura (2022) eftir ísraelska leikstjórann Alon Schwarz í Veröld, fimmtudaginn 18. september kl. 17:30. Áður en sýning hefst verður stutt kynning á innihaldi og sögulegu samhengi myndarinnar. Aðgangur ókeypis.
Þessi heimildarmynd er byggð á vitnisburði ísraelskra hermanna, sem voru komnir yfir nírætt þegar tökur fóru fram, og einnig vitnisburði fyrrverandi hermanna sem Theodore Katz tók upp fyrir ritgerð sína í lok tíunda áratugar síðustu aldar. Þá var hann nemandi við háskólann í Haifa að rannsaka fjöldamorðin sem Alexandroni-sveitin, úrvalsdeild nýstofnaðs ísraelsks hers framdi í palestínska þorpinu Tantura 23. maí 1948.
Heimildarmyndin hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu og hlotið tilnefningar á nokkrum kvikmyndahátíðum, þar á meðal Sundance kvikmyndahátíðinni 2022, alþjóðlegu kvikmyndahátíðunum í Cleveland og Hong Kong og DocAviv heimildamyndahátíðinni. Útgáfa hennar olli hins vegar verulegum deilum, sérstaklega í Ísrael, fyrir að ögra opinberri útgáfu Ísraelsstjórnar um atburðina (Nakba). Hún hlaut bæði lof fyrir hugrekki þeirra sem að henni stóðu en einnig gagnrýni frá þeim sem véfengdu frásögn hennar.
Mið-Austurlandafræði og Palestínuverkefnið við Háskóla Íslands býður á ókeypis sýningu á heimildarmyndinni Tantura (2022) eftir ísraelska leikstjórann Alon Schwarz.
