Heiðursmálþing Háskóla Íslands í minningu Páls Skúlasonar

Aðalbygging
Hátíðasalur
Háskóli Íslands stendur fyrir síðdegismálþingi í minningu Páls Skúlasonar, prófessors og fyrrverandi rektors, þann 4. júní 2025 í Hátíðarsal háskólans. Tilefnið er afmæli Páls Skúlasonar, sem hefði orðið 80 ára þann dag.
Málþingið mun innihalda fræðileg erindi sem snerta heimspeki og verk Páls. Á meðal helstu viðfangsefna hans voru stjórnmál og lýðræði, siðfræði náttúrunnar, hlutverk háskóla, siðfræði og gagnrýnin hugsun, verufræði, merking og tilgangur.
Málþingið hefst kl. 13.00 í Hátíðarsal í Aðalbyggingu og áætlað að því ljúki um 16.30
Í fyrri hluta málþings verða haldin fræðileg erindi í tveimur málstofum. Að loknu kaffihléi verða stuttar hugleiðingar fólks sem vilja minnast Páls.
Páll Skúlason var ekki aðeins áhrifamikill heimspekingur heldur einnig farsæll rektor Háskóla Íslands á árunum 1997 til 2005.
Á meðan hann gegndi embætti rektors lagði hann mikla áherslu á að efla akademískt frelsi og gagnrýna hugsun innan háskólasamfélagsins. Verk hans og hugmyndir hafa haft varanleg áhrif á íslenskt samfélag, háskóla og heimspekina.
Siðfræðistofnun Háskóla Íslands hefur umsjón með málþinginu og veitir Henry Alexander Henrysson hah@hi.is frekari upplýsingar fyrir hönd undirbúningshóps.
Viðburðurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á að heiðra minningu Páls Skúlasonar og hans mikilvægu framlagi til heimspekinnar og háskólasamfélagsins.
Gagnlegir tenglar:
https://pallskulason.is/
Minningarsíða Páls á fésbók
Páll Skúlason var ekki aðeins áhrifamikill heimspekingur heldur einnig farsæll rektor Háskóla Íslands á árunum 1997 til 2005.
