Skip to main content

Happdrætti: Hinn fullkomni skattur eða tól siðspillingar?

Happdrætti: Hinn fullkomni skattur eða tól siðspillingar? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
14. janúar 2025 16:00 til 17:00
Hvar 

Árnagarður

Stofa 304

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Stefán Pálsson, sjálfstætt starfandi sagnfræðingur, heldur erindi í Málstofu í félags- og hagsögu sem nefnist: Happdrætti: Hinn fullkomni skattur eða tól siðspillingar?

Málstofan er í stofu 304 í Árnagarði, þriðjudaginn 14. janúar kl. 16:00-17:00. Verið öll velkomin.

Um erindið:

Nútímahappdrætti þróuðust í takt við fjármálamarkaði og skuldabréfaútgáfu þjóðríkja. Þau nutu vinsælda stjórnmálamanna til fjáröflunar og voru kölluð valkvæm skattheimta á tímum þar sem allir nýir skattar gátu vakið hörð viðbrögð. Happdrætti voru þó alla tíð umdeild og af mörgum talin siðferðislega ámælisverð. Mismunandi löggjöf milli ríkja varðandi happdrætti gat leitt til milliríkjadeilna – þar sem Ísland blandaðist í leikinn á óvæntan hátt. Stiklað verður á stóru í sögu happdrætta hérlendis og erlendis.

Stefán Pálsson.

Happdrætti: Hinn fullkomni skattur eða tól siðspillingar?