Skip to main content

Handmjólkanir á sakborningum í dulsmálum á 18. öld

Handmjólkanir á sakborningum í dulsmálum á 18. öld - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. október 2025 16:00 til 17:00
Hvar 

Árnagarður

Stofa 304

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ragnhildur Hólmgeirsdóttir sagnfræðingur heldur erindi í Málstofu í félags- og hagsögu sem nefnist „Vitnið tók svo í hennar vinstra brjóst, og kom þar út mjólk.“ Handmjólkanir á sakborningum í dulsmálum á 18. öld.

Málstofan er í stofu 304 í Árnagarði, þriðjudaginn 21. október kl. 16:00-17:00. Verið öll velkomin.

Um fyrirlesturinn

Ein af þeim rannsóknaraðferðum sem tíðkuðust í dulsmálum á 18. öld var sú að kreista brjóst kvenna sem grunaðar voru um að hafa fætt barn á laun til að athuga hvort í þeim væri mjólk. Rannsóknin var oftast framkvæmd af tveimur ljósmæðrum. Oftar en ekki þótti mjólkin streyma greiðlega sem skýtur skökku við miðað við málsatvik hverju sinni og vísindalega þekkingu um mennska brjóstamjólk í dag. Hvað segja þessar réttarheimildir okkur um útbreiðslu brjóstagjafar á Íslandi á 18. öld og þekkingu á henni?

Um fyrirlesarann

Ragnhildur Hólmgeirsdóttir er sagnfræðingur og starfar sem skjalavörður hjá Þjóðskjalasafni Íslands. Hún er einn þriggja ritstjóra Yfirréttarins á Íslandi, útgáfu á dómum og skjölum Yfirréttarins á Íslandi 1563–1800 sem gefinn er út í samstarfi Þjóðskjalasafns og Sögufélags með styrk frá Alþingi.

Ragnhildur Hólmgeirsdóttir sagnfræðingur.

Handmjólkanir á sakborningum í dulsmálum á 18. öld