Skip to main content

Hagnýt nálgun í umönnun fólks með heilabilun

Hagnýt nálgun í umönnun fólks með heilabilun - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
7. október 2025 12:00 til 13:15
Hvar 

Saga - stofa S-262

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Í málstofunni mun Jette Waagner kynna hugmyndafræði og aðferðir Marte Meo, sem er myndbands-miðuð nálgun til að efla samskipti og tengsl í umönnun og stuðningi. Marte Meo byggir á því að greina og styrkja það sem virkar vel í daglegum samskiptum og veitir hagnýt verkfæri til að skapa öryggi og jákvæð tengsl. Sérstök áhersla verður lögð á hvernig aðferðin er notuð í Danmörku í vinnu með fólki með heilabilun. Með myndbandsdæmum og greiningu sýnir Jette hvernig smávægilegar breytingar í framkomu og nálgun geta haft djúpstæð áhrif á líðan og samvinnu einstaklinga með heilabilun. Málstofan hentar fagfólki í heilbrigðis- og félagsþjónustu, sem vill efla færni sína í samskiptum og stuðningi við einstaklinga í viðkvæmri stöðu.

Fyrirlesari er Jette Waagner, starfandi Marte Meo leiðbeinandi og ráðgjafi hjá ferðateymum um heilabilun og virðingu í umönnun hjá dönsku velferðarþjónustunni.

Erindið fer fram á ensku og verður streymt á Zoom:
https://eu01web.zoom.us/j/61717907060