Hádegisfyrirlestur: „Holdsveikinnar hryggðarmynd“.

Þjóðminjasafn Íslands
Í tilefni Kvennaársins 2025 verður hádegisfyrirlestradagskrá RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands á haustmisseri tileinkuð konum sem hafa staðið í andstreymi og háð baráttu fyrir mannréttindum og breyttri stöðu kvenna.
Guðrún Ingólfsdóttir er annar gestur haustsins og mun flytja erindið „Holdsveikinnar hryggðarmynd“. Píslaskáldið glaða Kristín Guðmundsdóttir (1859–1901) í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands fimmtudaginn 30. október á milli klukkan 12 og 13.
Ævi Kristínar Guðmundsdóttur (1859‒1901) skálds var stutt og þyrnum stráð. Þegar hún var 11 ára smitaðist hún af holdsveiki og tók sjúkdómurinn fljótt mikinn toll af henni því 16 ára var hún orðin óvinnufær. Árið 1898 var Kristín í hópi fyrstu sjúklinga sem lagðir voru inn á hinn nýstofnaða holdsveikraspítala í Laugarnesi og þar lést hún.
Kristín skildi eftir sig kvæðasafn frá spítalaárum sínum og er það varðveitt í handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Líta má á safnið sem smámynd eða míkrókosmos af Holdsveikraspítalanum. Í upphafi erum við leidd inn í þetta mikla hús og kynnumst smátt og smátt sumum íbúum þess. Jafnframt veitir Kristín ómetanlega sýn inn í líf sitt sem einkenndist af fátækt, vanrækslu og sjúkdómum. Markmið Kristínar með kvæðasafninu var hins vegar fyrst og fremst að stæla kjark og auka trúartraust þjáningasystkina sinna á Holdsveikraspítalanum.
Guðrún Ingólfsdóttir lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands árið 2011. Eftir hana liggja bæði fræðirit og greinar. Árið 2011 kom út doktorsritgerð hennar „Í hverri bók er mannsandi“. Handritasyrpur – bókmenning, þekking og sjálfsmynd karla og kvenna á 18. öld. Árið 2016 kom úr bókin Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar sem fjallar um bókmenningu kvenna, árið 2021 kom út bókin Skáldkona gengur laus sem fjallar um skáldskap kvenna á 19. öld og í maí í fyrra kom út bókin Bragðarefur.
Frekari upplýsingar um fyrirlestraröðina má finna á heimasíðu RIKK – rikk.hi.is – og Facebook-síðu stofnunarinnar auk þess sem hægt er að skrá sig á tölvupóstlista RIKK hér. Fyrirlestraröðin er haldin í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands.
Í tilefni Kvennaársins 2025 verður hádegisfyrirlestradagskrá RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands á haustmisseri tileinkuð konum sem hafa staðið í andstreymi og háð baráttu fyrir mannréttindum og breyttri stöðu kvenna.
Guðrún Ingólfsdóttir er annar gestur haustsins og mun flytja erindið „Holdsveikinnar hryggðarmynd“. Píslaskáldið glaða Kristín Guðmundsdóttir (1859–1901) í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands fimmtudaginn 30. október á milli klukkan 12 og 13.
Ævi Kristínar Guðmundsdóttur (1859‒1901) skálds var stutt og þyrnum stráð. Þegar hún var 11 ára smitaðist hún af holdsveiki og tók sjúkdómurinn fljótt mikinn toll af henni því 16 ára var hún orðin óvinnufær. Árið 1898 var Kristín í hópi fyrstu sjúklinga sem lagðir voru inn á hinn nýstofnaða holdsveikraspítala í Laugarnesi og þar lést hún.
Kristín skildi eftir sig kvæðasafn frá spítalaárum sínum og er það varðveitt í handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Líta má á safnið sem smámynd eða míkrókosmos af Holdsveikraspítalanum. Í upphafi erum við leidd inn í þetta mikla hús og kynnumst smátt og smátt sumum íbúum þess. Jafnframt veitir Kristín ómetanlega sýn inn í líf sitt sem einkenndist af fátækt, vanrækslu og sjúkdómum. Markmið Kristínar með kvæðasafninu var hins vegar fyrst og fremst að stæla kjark og auka trúartraust þjáningasystkina sinna á Holdsveikraspítalanum.
Guðrún Ingólfsdóttir lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands árið 2011. Eftir hana liggja bæði fræðirit og greinar. Árið 2011 kom út doktorsritgerð hennar „Í hverri bók er mannsandi“. Handritasyrpur – bókmenning, þekking og sjálfsmynd karla og kvenna á 18. öld. Árið 2016 kom úr bókin Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar sem fjallar um bókmenningu kvenna, árið 2021 kom út bókin Skáldkona gengur laus sem fjallar um skáldskap kvenna á 19. öld og í maí í fyrra kom út bókin Bragðarefur.
Frekari upplýsingar um fyrirlestraröðina má finna á heimasíðu RIKK – rikk.hi.is – og Facebook-síðu stofnunarinnar auk þess sem hægt er að skrá sig á tölvupóstlista RIKK hér. Fyrirlestraröðin er haldin í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands.
