Guttorms J. Guttormssonar fyrirlestur: Stefan Jonasson

Þann 21. október, 2025, kl. 15:00, flytur Stefan Jonasson hinn árlega Guttorms J. Guttormssonar fyrirlestur sem haldinn er á vegum Vigdísarstofnunar, alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar við Háskóla Íslands. Í tilefni af 150 ára afmæli Nýja Íslands árið 2025 er fyrirlesturinn haldinn í Johnson Hall í Gimli, Manitoba, í samstarfi við New Iceland Heritage Museum í Gimli.
Dagskrá:
- Ólöf Garðarsdóttir, forseti Hugvísindasviðs HÍ, flytur ávarp
- Sofiya Zahova, forstöðumaður Vigdísarstofnunar HÍ, segir fáein orð um stofnunina sem starfar undir merkjum UNESCO
- Birna Bjarnadóttir, rannsóknalektor við Mála- og menningardeild HÍ, segir fáein orð um Guttorms J. Guttormssonar fyrirlestraröðina
- Heather Alda Ireland, mezzósópran og fyrrverandi kjörræðismaður Íslands í Vancouver í Kanada, segir fáein orð um Guttorm afa sinn
- Andrew McGillivray, dósent við University of Winnipeg, kynnir Stefan Jonasson
- Stefan Jonasson: „Where and When Is Sandy Bar?“
- Kaffi og kleinur.
Um fyrirlesturinn
Sandy Bar er í senn staður, eða öllu heldur þyrping af stöðum við vestanvert Winnipegvatn, og reynsla sem á sér stað alstaðar og hvergi. Sandy Bar er ímyndað landslag sem framkallar minningu um tiltekinn tíma og tiltekinn atburð en er um leið tímalaus og eilífur staður. Í ljóðinu „Sandy Bar“ eftir Guttorm J. Guttormsson er sagan af þessum tiltekna stað og fólkinu þar rakin og endurómar um leið sögu allra þeirra í veröldinni sem færast úr stað.
Um fyrirlesarann
Stefan Jonasson er ritstjóri dagblaðsins Lögbergs-Heimskringlu og starfar jafnframt sem prestur í First Unitarian Universalist kirkjunni í Winnipeg. Hann var forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Norður Ameríku og stjórnarformaður University of Winnipeg. Stefan er fæddur og uppalinn í Winnipeg, og lauk MA námi í guðfræði við Univeristy of Winnipeg. Hann er virtur og eftirsóttur ræðumaður þvert yfir Norður Ameríku, meðal annars á sviði sagnfræði og þjóðfærði, og hefur birt skrif í bókum, tímaritsgreinum og dagblöðum beggja vegna hafs. Stefan hefur hlotið ýmsar viðurkenningar, meðal annars Queen Elizabeth II Diamond Jubilee Medal, riddarakross Hinnar íslensku Fálkaorðu, og Betty Gorshe Heritage Award fyrir skrif sín um sögu Unitarian Universalist safnaðarins.
Nánari upplýsingar um Guttorm J. Guttormsson og fyrirlestraröðina.
Stefan Jonasson.
