Skip to main content

Greenland and the High North - Governance and Geopolitics

Greenland and the High North - Governance and Geopolitics - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
29. janúar 2026 12:00 til 13:00
Hvar 

Oddi

101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Opinn fundur Félags stjórnmálafræðinga, í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála. Fimmtudaginn 29. janúar kl. 12:00 - 13:00, í Odda 101.

Nú þegar athygli heimsins beinist að Grænlandi vegna aukins þrýstings frá Bandaríkjunum hefur spurningin um hver fer með yfirráð á norðurslóðum aldrei verið brýnni. Á fundinum verður rætt hvernig Grænland markar sína eigin stefnu í átt til sjálfstæðis í ljósi aukins utanaðkomandi þrýstings og harðnandi umræðu á alþjóðavettvangi. Sendifulltrúi Grænlands á Íslandi mun ásamt sérfræðingum í málefnum Grænlands og norðurslóða ræða stöðuna í grænlensku samfélagi og hvernig Rússar og Kínverjar eru að móta stöðu sínu til að hafa áhrif á framtíð stjórnarhátta á norðurslóðum.

Í pallborði verða:

Karsten Peter Jensen, sendifulltrúi Grænlands á Íslandi
Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir, doktorsnemi í stjórnmálafræði, Háskóli Íslands
Vilborg Ása Guðjónsdóttir, doktorsnemi í stjórnmálafræði, Háskóli Íslands

Fundarstjóri:
Bogi Ágústsson

Öll velkomin. Fundurinn fer fram á ensku.