Gervigreind, ritmenning og bókmenntarannsóknir

Edda
Fyrirlestrasalur
Rosendahl Thomsen flytur erindi í vinnustofu Sagnfræðistofnunar HÍ, Bókmennta- og listfræðistofnunar HÍ og Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista. Vinnustofan verður haldin í fyrirlestrasal Eddu, föstudaginn 7. nóvember kl. 14:00-16:00. Verið öll velkomin.
Rosendahl Thomsen er hingað kominn í boði rektors HÍ og sendilektorsins í dönsku við Mála- og menningardeild í tilefni af því að 70 ár eru liðin frá því að Halldór Laxness hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum.
Framhalds-, doktorsnemar og nýdoktorar eru sérstaklega hvattir til að mæta. Eftir vinnustofuna verður móttaka með léttum veitingum.
Um fyrirlesturinn
Með tilkomu spunagreindar, hafa orðið vatnaskil í ritmenningu og hugmyndum um texta, þar með talið bókmenntatexta. Í vinnustofunni fjallar Mads Rosendahl Thomsen fyrst í stað um það hvernig tækni er að breyta stöðu bókmennta í menningu okkar og skilning okkar á því hvað framleiðsla texta felur í sér. Því næst er farið yfir hvernig gervigreind getur nýst sem greiningartól í bókmenntafræðum og stuðlað að því að markmið stafrænnar hugvísinda verði að veruleika.
Um fyrirlesara
Mads Rosendahl Thomsen er prófessor í samanburðar bókmenntum við Háskólann í Árósum. Hann leiðir rannsóknarmiðstöðina TEXT: Miðstöð rannsókna í samtíma ritmenningu (2025-) sem er fjármögnuð af Rannsóknarmiðstöð Danmerkur. Þá er hann og formaður Bókmenntanefndar sem skipuð er af Menningarmálaráðuneyti Danmerkur (2023-2026), og kjörin meðlimur Evrópsku vísindaakademíunnar.
Rosendahl hefur birt mikinn fjölda fræðigreina og meðal bóka hans má nefna Mapping World Literature: International Canonization and Transnational Literatures (2008) og The New Human in Literature: Posthuman Visions of Changes in Body, Mind and Society after 1900 (2013). Þá er hann meðhöfundur Stefan Helgessons að bókinni Literature and the World (2019), og ritstjóri fjölda bóka m.a. World Literature: A Reader (2012), Danish Literature as World Literature (2017), Literature: An Introduction to Theory and Analysis (2017), og The Bloomsbury Handbook of Posthumanism (2020).
Rosendahl Thomsen.
