Framsækni og íhaldssemi í Hellusundi 6

Árnagarður
Stofa 304
Kristín Svava Tómasdóttir heldur erindi í Málstofu í félags- og hagsögu sem nefnist „Framsækni og íhaldssemi í Hellusundi 6: Jóhanna Knudsen og fjölskylda.“
Málstofan er í stofu 304 í Árnagarði, þriðjudaginn 11. febrúar kl. 16:00-17:00. Verið öll velkomin.
Um erindið
Jóhanna Andrea Knudsen (1897–1950) var menntuð hjúkrunarkona en hefur orðið þekktust í sögunni fyrir störf sín sem fyrsta lögreglukona Íslendinga og harða andstöðu sína við hvers konar samneyti íslenskra kvenna og setuliðsmanna á hernámsárum síðari heimsstyrjaldar. En hvaðan kom Jóhanna Knudsen og í hvers konar umhverfi mótaðist persóna hennar og skoðanir? Erindið sækir í yfirstandandi rannsókn fyrirlesara á ævi Jóhönnu. Rýnt verður í hugmyndaheim hennar og þá sérstaklega hina samheldnu Knudsen-fjölskyldu í Hellusundi 6, bakgrunn þeirra og hugðarefni.
Kristín Svava Tómasdóttir.
