Frá verum til sanda - Málþing til heiðurs Þóru Ellenar Þórhallsdóttur

Askja
Stofa 132
Frá verum til sanda - málþing til heiðurs Þóru Ellenar Þórhallsdóttur, prófessor emerita við Líf- og umhverfisvísindastofnun.
Fundarstjóri er Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun.
15:00
Málþing sett af Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis.
15:05
Yfirlit um nám og feril - Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands
15:20
Rannsóknir og vísindaleg viðfangsefni - Bryndís Marteinsdóttir, sviðstjóri sjálfbærrar landnýtingar hjá Landi og skógi og Kristín Svavarsdóttir, vistfræðingur hjá Landi og skógi
15:40
Náttúruvernd - Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ
16:00
Samferðamenn líta yfir farinn veg
16:30
Móttaka á svölum Öskju á þriðju hæð.
Þóra Ellen Þórhallsdóttir við rannsóknir á Skeiðarársandi sumarið 2012
