Frá Níkeu til Hóla: Níkeujátningin 1700 ára

Hvenær
14. nóvember 2025 13:00 til 17:00
Hvar
Nánar
Aðgangur ókeypis
Í tilefni af því að 1700 ár eru liðin frá því að fyrsta samkirkjulega trúarjátningin var samin í Níkeu í Litlu Asíu stendur Guðfræðistofnun HÍ, í samvinnu við Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, fyrir málþingi þar sem haldin verða eftirfarandi erindi:
- Ólafur Haukur Árnason, doktorsnemi við Oxford-háskóla: „Ágústínus og Aríusarsinnar: Stjórnmál, kennisetningar og bókmenning á 4. og 5. öld.“
- Dr. Haraldur Hreinsson, lektor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild og á Menntavísindasviði HÍ: „Gagnrýni frjálslyndu guðfræðinnar á játningar fornkirkjunnar.“
- Sr. Kristján Valur Ingólfsson, fyrrverandi vígslubiskup í Skálholti: „Níkeujátningin-Messujátning Grallarans.“
- Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor í trúfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ: „Kirkjan játar. Íslenska þjóðkirkjan og játningarrit hennar.“
Málþingið mun fara fram föstudaginn 14. nóvember í safnaðarsal Hallgrímskirkju kl. 13:00–17:00 og er öllum opið.
Í tilefni af því að 1700 ár eru liðin frá því að fyrsta samkirkjulega trúarjátningin var samin í Níkeu í Litlu Asíu stendur Guðfræðistofnun HÍ, í samvinnu við Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, fyrir málþingi.
