Forysta á Íslandi - er hún einstök?
Aðalbygging
Hátíðarsalur
Útgáfuhóf
Þriðjudaginn 16. október, næstkomandi munu: Dr. Inga Minelgaite, dr. Svala Guðmundsdóttir, dr. Árelía E. Guðmundsdóttir frá Viðskiptafræðideild og dr. Olga Stangej FHS University of Applied Sciences St. Gallen, Swiss kynna bók sína: Demystifying Leadership in Iceland: An Inquiry into Cultural, Societal, and Entrepreneurial Uniqueness.
Bókin er gefin út af Springer og fjallar um Forystu á Íslandi. Bókin spannar vítt svið: Íslensk fyrirtækjamenning, söguleg yfirferð um forystu ásamt umfjöllun um frumkvöðla, sjávarútveg og ferðamálageirann. Forystu á sviði íþrótta og tekin eru dæmi um íslenska forystu í alþjóðafyrirtæki og á hinu pólitíska sviði. Fjallað er ítarlega um konur og stjórnun í bókinni.
Dagskrá:
Dr. Svala Guðmundsdóttir – setning
Róbert Wessman – Ávarp
Jón Gnarr – Ávarp
Dr. Inga Minelgaite, Dr. Olga Stangej – „The outsiders view“
Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir – samantekt.
Boðið verður upp á léttar veitingar í lok fundarins. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Dr. Árelía E. Guðmundsdóttir, dr. Svala Guðmundsdóttir og dr. Inga Minelgaite