Formleg opnun Rannsóknaseturs um ójöfnuð

Edda
103
Rannsóknarsetur um ójöfnuð verður formlega opnað þann 10. október klukkan 13:30 í fyrirlestrarsal Eddu. Tilgangur setursins er að nota bestu gögn og aðferðir sem félagsvísindin hafa upp á að bjóða til að greina ójöfnuð á fjórum sviðum; heilsu, menntun, kyn/fjölskyldu og loks umhverfismál.
Silja Bára Ómarsdóttir, rektor HÍ mun formlega opna rannsóknarsetrið.
Jason Beckfield prófessor í félagsfræði við Harvard háskóla er með opnunarerindi í fjarfundi. Jason veitti m.a. Pete Buttigieg fyrrum samgönguráðherra USA ráðgjöf um réttlát orkuskipti.
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra er með ávarp um stefnumótun með tilliti til réttlátra orkuskipta með áherslu á samspil rannsókna og stefnumótunar.
Að lokum verða pallborðsumræður og boðið uppá veitingar.
Viðburðurinn fer fram á ensku.
Öll velkomin.