Fjarnám og stafrænir kennsluhættir: Gervigreind í námi og kennslu

Þriðjudaginn 25. mars kl. 14:15-17:00+ fer fram spennandi viðburður í Zoom fyrir kennara á öllum skólastigum og aðra áhugasama um nýtingu gervigreindar í námi og kennslu.
Viðburðurinn hefst með fyrirlestri þar sem fjallað verður um hvernig AI getur stutt við námskeiðshönnun, kennslu og námsmat. Að því loknu fara fram fjarmenntabúðir, þar sem þátttakendur deila eigin reynslu og verkfærum í jafningjafræðslu. Að lokum gefst tækifæri til óformlegra samskipta í hamingjustund.
Þátttakendur geta verið með allan tímann eða tekið þátt í þeim hluta sem hentar best. Allir velkomnir!
Dagskrá:
- Fyrirlestur (14:15-14:50): Frá hugmynd til framkvæmdar – AI í námskeiðshönnun
- Fjarmenntabúðir (15:00-16:50): Jafningjafræðsla í uppbrotsherbergjum í Zoom.
- Hamingjustund (16:50+): Óformleg umræða og tengslamyndun
Hér skráir þú kynninguna þína fyrir fjarmenntabúðir: https://docs.google.com/document/d/14GITg1GstESwb4eFxCAA4IOyBRIAKL4AfZnGe2BUEK4/edit?tab=t.0#heading=h.df1o72xgvl5e (síðasti skráningardagur 24. mars).
Zoom:
https://eu01web.zoom.us/j/65969769447?pwd=NJrqZmbCeBPIG2hvBTmc0GOAbmghl6.1&from=addon
Vertu með og uppgötvaðu nýjar leiðir til að nýta stafræna kennsluhætti og gervigreind í kennslu!
Þriðjudaginn 25. mars kl. 14:15-17:00+ fer fram spennandi viðburður í Zoom fyrir kennara á öllum skólastigum og aðra áhugasama um nýtingu gervigreindar í námi og kennslu.