Skip to main content

Fjárfestum í jafnrétti

Fjárfestum í jafnrétti - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
15. apríl 2025 12:00 til 13:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Rannsóknarsetur um jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi verður formlega stofnað á 95 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur þann 15. apríl.

Dagskrá:

Jón Atli Rektor HÍ býður gesti velkomna

Katrín Jakobsdóttir stjórnarformaður heldur ávarp

Ásta Dís Óladóttur heldur erinidið Fjárfestum í jafnrétti

Viðar Lúðvíksson stýrir fundinum.

Á fundinum verður undirritaður samstarfssamningur milli Arion banka og rannsóknaseturs um jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi.

Tilgangur Rannsóknaseturs um jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi er að efla og dýpka þekkingu á stöðu kynjanna í íslensku atvinnulífi, með það að markmiði að stuðla að raunverulegu jafnrétti í efnahagslegri þátttöku, ákvarðanatöku og leiðtogastöðum, bæði innanlands og með hagnýtingu og kynningu rannsókna á alþjóðavettvangi. Þetta er gert með því að vinna að rannsóknum, hér á landi og erlendis, þróa hagnýtar lausnir sem byggja á traustum gögnum og miðla þekkingu sem nýst getur til stefnumótunar og kerfisbreytinga. Ísland hefur náð langt í jafnréttismálum en talsvert kynjabil er enn til staðar þegar kemur að efnahagslegri þátttöku og ákvarðanatöku, í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu, fjárfestingum og við stofnun fyrirtækja. Setrið leitast við að kortleggja orsakir og hindranir sem viðhalda þessu kynjabili og leiða fram lausnir sem stuðla að kerfisbreytingum. Sjá meira á www.genderequality.is

Á fundinum verður undirritaður samstarfssamningur milli Arion banka og rannsóknaseturs um jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi.

Fjárfestum í jafnrétti