Erindi á vegum Kennsluakademíunnar
Setberg-Suðurberg 3.hæð (Einnig Teams)
Kennslukaffi Kennsluakademíu opinberu háskólanna. Mánudag 8.apríl kl.15:35-16:15 í Setbergi-Suðurbergi og á Teams.
Kennsluakademía Opinberu Háskólanna býður þér til Kennslukaffis.
Kristinn Már Ársælsson lektor í atferlisfræði við Duke Kunshan Háskóla heldur erindi um hvernig má meðal annars bæta háskólakennslu. Nánari lýsing hér að neðan. Viðburðurinn fer fram á íslensku, er öllum opinn og fer fram í Setbergi. Við hvetjum við öll til að mæta á staðinn. Viðburður verður einnig á Teams. Hlekkur á viðburðinn er hér.
Kveðja frá stjórn Kennsluakademíu opinberu háskólanna.
Eru háskólar misheppnuð tilraun í kennslufræði?
Þrátt fyrir aukna sérhæfingu á undanförnum öldum er afar sjaldgæft að háskólakennarar þurfi eða hafi mikla formlega þjálfun í kennslufræði. Talsvert mikið af rannsóknum sýnir að stór hluti háskólakennslu sé ábótavant. Sumar rannsóknir benda til þess að háskólanemendur læri lítið. Þá hafa háskólar lengi verið gagnrýndir fyrir að sinna ekki þörfum atvinnulífsins. Stefnum við í rétta átt eða er kominn tími til að endurhugsa háskólakennslu? Í erindi sínu mun Kristinn Már Ársælsson reifa svör við þessari áleitnu spurningu á grunni rannsókna og reynslu af því að starfa í glænýjum háskóla sem var stofnaður til að endurhugsa skipulag háskóla frá grunni.
Kristinn Már Ársælsson er lektor í atferlisfræði við Duke Kunshan Háskóla og í samstarfi við Institute for Global Higher Education. Hán hlaut BA í heimspeki, MA í félagsfræði og Diplóma í kennslufræði frá Háskóla Íslands, og doktorsgráðu í félagsfræði frá Háskólanum í Wisconsin-Madison. Þá hefur hán einnig víðtæka starfsreynslu utan háskóla. Kristinn Már rannsakar stjórnmál, m.a. lýðræðislegar áskoranir og tilraunir, og hefur birt greinar í t.d. American Journal of Sociology, Public Opinion Quarterly og Political Behavior.
Kennsluakademía Opinberu Háskólanna býður þér til Kennslukaffis.
Kristinn Már Ársælsson lektor í atferlisfræði við Duke Kunshan Háskóla heldur erindi um hvernig má meðal annars bæta háskólakennslu.