Skip to main content

Er dánaraðstoð mannréttindi?

Er dánaraðstoð mannréttindi? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
15. janúar 2025 12:00 til 13:30
Hvar 

Lögberg

101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Mannréttindastofnun Háskóla Íslands boðar til málstofu um tengsl dánaraðstoðar og mannréttinda miðvikudaginn 15. janúar 2025 kl. 12:00-13:30 í stofu 101 í Lögbergi.

Róbert R. Spanó, prófessor við Lagadeild HÍ, lögmaður hjá Gibson Dunn og fyrrverandi forseti mannréttindadómstóls Evrópu flytur framsöguerindi. Róbert mun m.a. fjalla um dóm Mannréttindadómstólsins frá því í júní 2024 í máli Karsai gegn Ungverjalandi þar sem reyndi á hvernig ungversk lög sem lögðu algjört bann við dánaraðstoð samrýmdust ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu um rétt til lífs, friðhelgi einkalífs og bann við mismunun.

Að framsögu lokinni fara fram pallborðsumræður. Þátttakendur eru þau Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ og mannréttindalögfræðingur, Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar og Svanur Sigurbjörnsson, læknir og MA í hagnýtri siðfræði.

Fundarstjóri er Kári Hólmar Ragnarsson, dósent við Lagadeild HÍ og stjórnarmaður í Mannréttindastofnun HÍ.