Skip to main content

Dómar Mannréttindadómstóls Evrópu um rannsókn á kynbundnu ofbeldi á Íslandi

Dómar Mannréttindadómstóls Evrópu um rannsókn á kynbundnu ofbeldi á Íslandi  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
19. nóvember 2025 12:00 til 13:00
Hvar 

Lögberg

101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Í ágúst á þessu ári féllu tveir dómar Mannréttindadómstóls Evrópu í málum gegn Íslandi varðandi rannsókn lögreglu á sakamálum vegna kynbundins ofbeldis. Í öðru málinu taldist Ísland hafa brotið gegn 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem málið fyrndist í höndum lögreglu. Í hinu málinu taldi dómstóllinn ekki um brot að ræða.

Mannréttindastofnun Háskóla Íslands stendur fyrir hádegismálþingi til þess að fjalla um dómana og áhrif þeirra, bæði hér á landi og á þá réttarvernd sem mannréttindasáttmálinn veitir í tengslum við kynbundið ofbeldi.

Erindi á málþinginu flytja Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, Hjálmar G. Sigmarsson, ráðgjafi á Stígamótum og Brynhildur G. Flóvenz, fyrrverandi dósent við Lagadeild.

Í kjölfar tveggja dóma Mannréttindadómstóls Evrópu gegn Íslandi um kynbundið ofbeldi heldur Mannréttindastofnun Háskóla Íslands hádegismálþing um áhrif dómanna

Dómar Mannréttindadómstóls Evrópu um rannsókn á kynbundnu ofbeldi á Íslandi