Doktorsvörn: Olanrewaju Femi Olagunju
Aðalbygging
Hátíðasalur
Olanrewaju Femi Olagunju ver doktorsritgerð sína í umhverfis- og auðlindafræði við Hagfræðideild Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Vörnin fer fram fimmtudaginn 19. desember 2024 kl. 13 í Hátíðasal Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið Economic Assessment of Catfish Farming in Nigeria: A Study on Profitability and Efficiency with Policy Recommendations for Sustainable Growth. Ritgerðin er skrifuð á ensku. Vörnin fer fram á ensku og er öllum opin.
Andmælendur eru Andrew Ropicki og Ruth Beatriz Pincinato. Leiðbeinandi er Daði Már Kristófersson prófessor.
Olanrewaju Femi Olagunju fæddist í Nígeríu. Hann er með B.S. gráðu í umhverfislíffræði frá Ladoke Akintola University of Technology (LAUTECH) í Nígeríu (2006) ásamt meistaragráðu í vatnalíffræði og auðlindanýtingu frá University of Exeter í Bretlandi (2010). Olanrewaju hóf doktorsnámi í Umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands í janúar 2021.
Starfsferillinn hans nær yfir áratug sem embættismaður á sviði sjávarútvegsmála í Federal Department of Fisheries í Nígeríu, þar sem hann starfaði við stjórnsýslu fiskveiða og fiskeldis, stýringu og aðgerðir gegn loftslagsbreytingum í fiskveiðum. Doktorsverkefni hans miðar að því að framkvæma hagfræðilegt mat á fiskeldi í Nígeríu, með áherslu á stýringu, stefnumótun og sjálfbærni fiskeldismála.
Vörnin fer fram á ensku.
Olanrewaju Femi Olagunju ver doktorsritgerð sína í hagfræði þann fimmtudag 19. desember 2024 kl. 13:00 í Hátíðasal Háskóla Íslands.