Skip to main content

Doktorsvörn í lyfjavísindum - Ólöf Gerður Ísberg

Doktorsvörn í lyfjavísindum - Ólöf Gerður Ísberg - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. nóvember 2022 9:00 til 12:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Mánudaginn 21. nóvember ver Ólöf Gerður Ísberg doktorsritgerð sína í lyfjavísindum við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Greining smásameindamynsturs brjóstakrabbameina með notkun massamyndgreinis. Metabolic profiling of breast cancer using mass spectrometry imaging.

Andmælendur eru dr. Maria Fedorova, Research group leader við Háskólasjúkrahús Technische Universität, Dresden, og dr. Stephen R. Master, dósent og director of metabolic and advanced diagnostics við University of Pennsylvania School of Medicine.

Umsjónarkennari og leiðbeinandur voru Margrét Þorsteinsdóttir, prófessor við Lyfjafræðideild, Sigríður Klara Böðvarsdóttir, forstöðumaður Lífvísindaseturs, og Zoltan Takats, prófessor við Imperial College London. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Jón Gunnlaugur Jónasson, prófessor við Læknadeild HÍ og yfirlæknir á Meinafræðideild Landspítala og Stefán Sigurðsson, prófessor við Læknadeild.

Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor og deildarforseti Lyfjafræðideildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 09:00.

Vörninni verður streymt: https://livestream.com/hi/doktorsvornolofgerdurisberg

Ágrip

Brjóstakrabbamein er eitt algengasta krabbameinið hjá konum um allan heim. Sýnt hefur verið fram á að með núverandi greiningartækni er umtalsvert um vangreiningu, sér í lagi hjá ungum konum. Þar af leiðandi er brýn þörf fyrir nákvæmari greiningu brjóstakrabbameins. Í þessu verkefni var notuð massamyndgreining til að bera kennsl á niðurbrotsefni í íslenskum paraffín-innsteyptum brjóstavefjasýnum í greiningarskyni.

Abstract

Breast cancer is one of the most prevalent cancers in women across the world. Current diagnostic techniques have been shown to have significant error rates, particularly in younger women. Consequently, there is an urgent need for a more accurate diagnosis of breast cancer. In this project, mass spectrometry imaging was used to identify metabolites in Icelandic formalin-fixed and paraffin-embedded breast tissue samples for diagnostic purposes.

Um doktorsefnið

Ólöf Gerður Ísberg fæddist árið 1989 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2009, BS-prófi í lífefnafræði frá Háskóla Íslands árið 2012 og meistaragráðu í Human Biology frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2014. Ólöf Gerður hefur starfað sem rannsóknarkona hjá lyfja-og eiturefnafræðideild Háskóla Íslands og við Kaupmannahafnarháskóla. Rannsóknir við doktorsverkefnið fóru fram við Imperial College London. Ólöf Gerður vinnur nú sem nýdoktor við Vanderbilt University í Nashville í Bandaríkjunum. Foreldrar hennar eru Jón Ólafur Ísberg og Oddný I. Yngvadóttir.

Ólöf Gerður Ísberg ver doktorsritgerð sína í lyfjavísindum við Lyfjafræðídeild Háskóla Íslands mánudaginn 21. nóvember.

Doktorsvörn í lyfjavísindum - Ólöf Gerður Ísberg