Skip to main content

Doktorsvörn í fornleifafræði: Kristján Mímisson

Doktorsvörn í fornleifafræði: Kristján Mímisson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
6. mars 2020 13:00 til 15:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Föstudaginn 6. mars 2020 fer fram doktorsvörn við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Þá ver Kristján Mímisson doktorsritgerð sína í fornleifafræði sem nefnist A Life in Stones. The Material Biography of a 17th Century Peasant from the Southern Highlands of Iceland. Vörnin fer fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og hefst kl. 13:00.

Andmælendur við vörnina verða dr. Vesa-Pekka Herva, prófessor við Háskólann í Oulo, og dr. Laurie Wilkie, prófessor við Kaliforníuháskóla, Berkeley.

Doktorsritgerðin var unnin undir leiðsögn dr. Gavins Lucas, prófessors í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Aðrir í doktorsnefnd voru dr. Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði, og dr. Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.

Sverrir Jakobsson, varaforseti Sagnfræði- og heimspekidieldar, stjórnar athöfninni.

Um rannsóknina

Rannsóknin byggir á uppgrefti á kotbýlinu Búðarárbakka í Hrunamannahreppi þar sem maður að nafni Þorkell bjó á síðari hluta 17. aldar. Bæjarrústin og sérstakt gripasafn veita áhugaverða sýn á ævibrot kotbóndans. Persónu og vitund Þorkels var ekki aðeins stýrt af mannlegu hugviti og fyrirætlan heldur líka af efnislegum hlutum og eiginleikum þeirra. Steinar urðu þannig eðlislægur þáttur vitundar Þorkels svo úr varð samsett persóna mannlegra og hlutlegra þátta. Samband Þorkels á Búðarárbakki við steinana veitti honum líf á sama hátt og steinarnir, í gegnum sambönd sín við mennskuna, öðluðust líf.

Doktorsefnið

Kristján Mímisson lauk M.A.-prófi í fornleifafræði og líffræðilegri mannfræði frá Universität Hamburg árið 2002. Áður stundað hann nám við Albert-Ludwigs Universität í Freiburg og Universität Basel. Á námsárum í Þýskalandi naut Kristján námsstyrks frá DAAD og í doktornámi úr Háskólasjóði Eimskipafélags Íslands. Kristján hefur í rúm tíu ár kennt fornleifafræði og líffræðilega mannfræði við Háskóla Íslands auk þess sem hann hefur starfað við fornleifarannsóknir á Íslandi, Noregi, Þýskalandi og Sviss. Kristján starfar nú við Háskóla Íslands sem fræðimaður í öndvegisverkefninu Heimsins hnoss: Söfn efnismenningar, menningararfur og merking.

Kristján Mímisson.

Doktorsvörn í fornleifafræði: Kristján Mímisson