Skip to main content

Doktorsvörn í efnafræði - Dipankar Ghosh

Doktorsvörn í efnafræði - Dipankar Ghosh - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
12. júní 2020 13:00 til 15:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Streymt verður frá vörninni: https://livestream.com/hi/dipankarghosh

Doktorsefni: Dipankar Ghosh

Heiti ritgerðar: Samsetning fjölþátta bindla í snjallefni

Andmælendur: Dr. Þorfinnur Gunnlaugsson, prófessor við Trinity College í Dublin
Dr. Stefán Jónsson, hópstjóri hjá Alvotech

Leiðbeinandi: Dr. Krishna Kumar Damodaran, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands

Einnig í doktorsnefnd: Dr. Ingvar Helgi Árnason, prófessor emeritus við Raunvísindadeild Háskóla Íslands
Dr. Már Másson, prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands

Doktorsvörn stýrir: Dr. Oddur Ingólfsson, prófessor og deildarforseti Raunvísindadeildar Háskóla Íslands 

Ágrip

Náttúran notar einfaldar, sjálfskipulagðar (e. self-assembling) byggingareiningar til þess að mynda flóknari efni með ákveðna virkni tengda byggingu þeirra. Hugmyndir þversameindaefnafræði hafa gert efnafræðingum kleift að herma sjálfskipulagningu náttúrulegra efna. Að auka skilning á samsetningarferlinu er krefjandi en mun gera okkur kleift að hanna og smíða flókin efni með fyrirsjáanlega virkni og eiginleika. Í þessu doktorsverkefni er skoðuð samsöfnun vetnistengjandi virkra lífrænna efna með ósamgildum tengjum og girðitengjum við málma. Málmhvötuð samsetning var skoðuð með því að umbreyta fjölvirkum bindli (e. ligand) í málm-bindil, sem var innlimaður í málmlífrænt efni (MOMs) (e. metal organic material) og hvötunareiginleikar þess greindir. Sjálfskipulagningin byggð á vetnistengjum var rannsökuð í þversameindagelum byggðum á lág-massa sameindagelum (LMWGs) (e. low molecular weight gelators), sem eru þversameindakerfi með ákveðna örvunarsvörun þar sem sjálfskipulagning/endurmyndunarferli getur verið stillt af/á eftir utanaðkomandi örvun eins og hita, ljósi, hljóðbylgjum, pH eða jónum. Tilgangur og mikilvægi ýmissa ósamgildra tengja í myndun gelkerfa voru rannsökuð í LMWGs byggðum á amíðum og málmgelum (e. metallogels). Sjálfskipulagningarferlið í fjölþátta-amíð/urea þversameindagelum var rannsakað með fjölbreyttum greiningaraðferðum og hefur sértæk samsöfnun byggingareininga (e. specific co-assembly) í blönduðum handhverfugelum verið sýnd með kristalbyggingar-greiningu. Notkun á LMWGs sem skilvirkum kristalræktunarmiðli var könnuð og hefur sýnt kristöllun ólífrænna efna í gel-miðli. Þessar ransóknir gera okkur kleift að skilja lykilvíxlverkanir í sjálskipulagningarferli þessara kerfa, sem mun gagnast í hönnun nýrra þversameindakerfa með forákveðna eiginleika.

Um doktorsefnið

Dipankar er fæddur og uppalinn í Krishnagar, sem er lítil borg í Vestur-Bengalfylki á Indlandi. Hann lauk B.Sc. gráðu í efnafræði frá Jadavpur-háskóla árið 2012 og M.Sc gráðu árið 2014 frá IIT Kanpur-háskólanum í Indlandi. Seinna sama ár flutti hann til Íslands til þess að leggja stund á doktorsnám við Háskóla Íslands.

Dipankar Ghosh

Doktorsvörn í efnafræði - Dipankar Ghosh