Skip to main content

Doktorsvörn í eðlisfræði - Valerii Kozin

Doktorsvörn í eðlisfræði - Valerii Kozin - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
30. ágúst 2021 13:00 til 15:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Stofa 023

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Streymi: https://livestream.com/hi/doktorsvornvaleriikozin

Doktorsefni: Valerii Kozin

Heiti ritgerðar: Grannfræði og samhverfurof þar sem sterk víxlverkun ljóss og efnis ríkir (Topology and symmetry-breaking in the strong light-matter coupling regime)

Andmælendur:
Dr. Iacopo Carusotto, rannsóknamaður við INO-CNR BEC Center í Trento, Ítalíu
Dr.  Leonid Golub, yfirmaður rannsókna við Ioffe-stofnunina í Sankti Pétursborg, Rússlandi

Leiðbeinandi: Dr. Ivan Shelykh, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands

Einnig í doktorsnefnd:
Dr. Ivan V. Iorsh, dósent við deild nanóljósfræði og metaefna, ITMO-háskóla í Sankti Pétursborg, Rússlandi.
Dr. Hafliði Pétur Gíslason, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands
Dr. Viðar Guðmundsson, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands

Doktorsvörn stýrir: Dr. Einar Örn Sveinbjörnsson, prófessor og deildarforseti Raunvísindadeildar Háskóla Íslands

Ágrip

Eðlisfræði víxlverkunar ljóss og efnis þróast hratt sem rannsóknarsvið  á mörkum þéttefnisfræði og skammtaljósfræði. Hegðun eðlisfræðikerfa þar sem þessi víxlverkun á við er mjög mismunandi og fer eftir styrkleika þess.

Í þessari ritgerð er aðallega skoðað svið ofursterkrar víxlverkunar ljóss og efnis án þess að einskorða sig við það.

Svið ofursterkrar víxlverkunar ljóss og efnis gefur almennt til kynna notkun á ýmsum lágvídda hálfleiðarakerfum, ágeislun með sterku leysissviði eða kaldar frumeindir í gildru nálægt bylgjuleiðurum.

Ritgerð þessi fjallar um rannsóknir okkar á mismunandi skammtakerfum og fyrirbærum í sviði ofursterkrar kúplunar, svo sem:

1) grenndareinangrara byggða á tvívíðri grind af ágeisluðum skammtahringjum,

2) nýja tegund Z grenndareinangrara byggða á ljósskauteindum,

3) Bose-Einstein þéttingu í hallandi ljósskauteindahring,

4) skammtaljósaflfræði með hendnum bylgjuleiðara,

5) nýja tegund Hallhrifa fyrir samsettar eindir (örveindir), sem nefnd er afbrigðileg Hallhrif örveinda,

6) hliðarmálms díkalkogeníða (TMD) ljósskauteindir í nærveru frjálsra rafbera, og fleiri tengd fyrirbæri.

Um doktorsefnið

Valerii Kozin fæddist í Almaty í Kasakstan árið 1992. Hann flutti til Sankti Pétursborgar í Rússlandi 14 ára gamall, þar sem hann gekk í Menntaskóla eðlis- og tæknifræði. Árið 2010 kláraði Valerii framhaldsskóla og hóf nám við Fjöltækniháskóla Péturs mikla í Sankti Pétursborg og útskrifaðist árið 2015 með BSc-gráðu í eðlisfræði. Árið 2015 gekk hann í Akademíska háskólann í Sankti Pétursborg þar sem hann lauk MSc gráðu í eðlisfræði. Árið 2017 giftist Valerii og hóf doktorsnám í Háskóla Íslands (námsleið tekin að hluta til við ITMO-háskólann í Sankti Pétursborg). Á námsferli sínum birti Valerii 15 vísindagreinar í hátt metnum tímaritum, þar á meðal þrjár greinar í Physical Review Letters. Valerii var virkur í menntastarfi Háskóla Íslands þar sem hann kenndi dæmatíma í Inngangi að skammtafræði og Kjarna- og öreindafræði. Að doktorsvörn lokinni hyggst Valerii halda áfram rannsóknum í fræðilegri þéttefnisfræði.

Valerii Kozin

Doktorsvörn í eðlisfræði - Valerii Kozin