Bætir heimspekin siðferði okkar?

Háskólatorg
Stofa 103
Ole Martin Sandberg, nýdoktor við Siðfræðistofnun, flytur fyrirlestur kl. 12-13 miðvikudaginn 12. nóvember í HT-103 (stofu 103 á Háskólatorgi). Viðburðurinn er einn af hádegisfundum Siðfræðistofnunar sem eru í haust helgaðir því að kynna rannsóknarverkefni á vegum stofnunarinnar. Fyrirlesturinn verður á ensku og gert er ráð fyrir umræðum að honum loknum.
Ole Martin Sandberg er nýdoktor við Siðfræðistofnun og vinnur þar að verkefninu Climate Crisis and Affect (climateaffect.hi.is). Hann kennir einnig ýmis námskeið í heimspeki við Háskóla Íslands. Sérsvið hans er umhverfisheimspeki og siðfræði loftslagskrísunnar.
Í fyrirlestri sínum mun Ole fjalla um takmarkanir heimspekilegrar nálgunar í umhverfis- og loftslagsmálum. Viðurkennt hefur verið af mörgum að nauðsynlegar vísindalegar myndir þekkingar séu einar ófullnægjandi til að stuðla að breyttri hegðun og afstöðu, hvorki hjá einstaklingum né samfélögum. Getur heimspekin kannski komið að notum við að setja fram þau siðferðilegu gildi sem eru í húfi? Þetta virðist einnig ófullnægjandi. Okkur skortir ekki vísindaleg gögn um vistkreppur og flest fólk veit að ástandið er slæmt án þess að það lesi um það heimspekigreinar. Vandinn stafar ekki af skorti á þekkingu eða kenningum heldur af vanmætti til að finna til og hegða sér í samræmi við þekkinguna. Tilfinningar eru gjarnan hunsaðar eða settar til hliðar í heimspekilegri greiningu, en eins og heimspekingar jafn ólíkir og Whitehead og Wittgenstein hafa bent á þá liggja þær samt til grundvallar bæði í lífinu og í siðfræðinni. Þegar eitthvað skiptir máli og hefur gildi þá verður það hvorki sannað með raunvísindum né heimspekikenningum heldur þarf tilfinningu til að finna það. Spurningin um hvað hindri nauðsynlegar umhverfisbreytingar verður því spurningin um hvað sé að hindra okkur í að finna til.
Ole Martin Sandberg, nýdoktor við Siðfræðistofnun, flytur fyrirlestur kl. 12-13 miðvikudaginn 12. nóvember í HT-103 (stofu 103 á Háskólatorgi).
