Auður og ójöfnuður
Hvenær
19. desember 2024 12:00 til 13:30
Hvar
Oddi
101
Nánar
Aðgangur ókeypis
Í fyrirlestrinum mun Daniel Waldenström fjalla um rannsóknir sínar á eignadreifingu í heiminum allt aftur til loka 19. aldar. Hann mun lýsa því hvernig fjölgað hefur í miðstéttinni og hvernig hlutdeild hennar í heildarauði vestrænna samfélaga hefur vaxið. Óheft fjármagnskerfi þarf þannig ekki að leiða til vaxandi ójöfnuðar. Forsenda framfaranna var stofnanaumhverfi sem gerði fólki kleift að afla sér menntunar, spara og eignast húsnæði og lífeyrissparnað. Waldenström fjallar um það hvernig unnt sé að tryggja þennan ávinning og jafnframt hvetja til frekari eignamyndunar.
Sænski hagfræðingurinn Daniel Waldenström heldur fyrirlestur um dreifingu auðs og ójöfnuð.