Alþjóðatorgið
Háskólatorg
Á Alþjóðatorginu gefst nemendum kostur á að kynna sér skiptinám, starfsþjálfun og sumarnám, auk náms á eigin vegum. Fyrrum og núverandi skiptinemar, fulltrúar frá Sendiráðum og fjölmörgum íslenskum stofnunum og félögum verða til viðtals á torginu. Svið og deildir háskólans og starfsfólk Skrifstofu alþjóðasamskipta verða einnig á staðnum og veita upplýsingar um námsdvöl erlendis. Starfsfólk háskólans getur kynnt sér möguleika á kennara- og starfsmannaskiptum og öðrum kostum sem bjóðast innan Erasmus+.
Hljómsveitin Syntagma Rebetiko lífgar upp á stemninguna með grískri kaffihúsatónlist. Hljómsveitina skipa þau Ásgeir Ásgeirsson, bouzouki, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, fiðla, Margrét Arnardóttir, harmonikka og Alexandra Kjeld, bassi. Þá verður boðið upp á alþjóðlegt matar- og drykkjasmakk.
Lífgað verður upp á stemninguna með tónlist og boðið upp á alþjóðlegt matar- og drykkjasmakk.