Skip to main content

Áhrif ofbeldis á þolendur: Hvernig metum við sársauka og þjáningu?

Áhrif ofbeldis á þolendur: Hvernig metum við sársauka og þjáningu? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. mars 2025 12:00 til 13:00
Hvar 

Oddi

O-101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fjallað verður um nýjar rannsóknir sem beita hagfræðilegum aðferðum til að meta efnahagslegt virði sársauka og þjáningar vegna ofbeldis. Meðal annars verður byggt á íslenskum gögnum og rætt hvernig mismunandi tegundir ofbeldis hafa áhrif á lífsgæði þolenda og hvernig hægt er að beita þessum mælingum til að styðja opinbera stefnumótun og réttlátari ákvörðunartöku um miskabætur.

Fyrirlesari er Tinna Laufey Ásgeirsdóttir prófessor í hagfræði.

Erindið er hluti af fyrirlestraröð Þjóðarspegilsins um ofbeldi:
https://thjodarspegillinn.hi.is/

Fyrirlesturinn verður tekinn upp og upptaka aðgengileg á vefsíðu Þjóðarspegilsins:
https://thjodarspegillinn.hi.is/vidburdir/