Skip to main content

Áföll og farsæld barna

Áföll og farsæld barna - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
19. mars 2025 14:00 til 16:30
Hvar 

Árnagarður-306

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Í Vinnustofu Farsældarnetsins um áföll og farsæld barna verða haldin fjögur stutt erindi sem fjalla um viðfangsefnið frá ólíkum sjónarhornum.

Fyrirlesarar verða: 

  • Diljá Ámundadóttir Zoëga, Varaþingmaður og fyrrum fulltrúi í Skóla og frístundaráði Reykjavíkur
  • Sigrún Harðardóttir, dósent í félagsráðgjöf
  • Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, Fagstjóri hjá Almannavörnum 
  • Elín Jónasdóttir, Sálfræðingur hjá Sálfræðisetrinu 

Í lok vinnustofunnar er gert ráð fyrir samtali þátttakenda um stöðu rannsókna á þessu sviði og samvinnu sérfræðinga af ólíkum fræðasviðum með það að markmiði að stuðla að aukinni þekkingu á þessu mikilvæga efni og auka þverfaglegt samstarf sérfræðinga um farsæld barna. Ræddar verða eftirfarandi spurningar: Hvaða rannsóknir er verið að vinna um áföll og farsæld barna? Hvað væri mikilvægt að rannsaka á þessu sviði? Hvernig getum við unnið saman að rannsóknum um áföll og farsæld barna? Hvaða þýðingu hafa niðurstöður áfallarannsókna á stefnumótandi ákvarðanir stjórnvalda?   

Hlökkum til að sjá ykkur öll!  

ÍÍ Vinnustofu Farsældarnetsins um áföll og farsæld barna verða haldin fjögur stutt erindi sem fjalla um viðfangsefnið frá ólíkum sjónarhornum.

Áföll og farsæld barna