Skip to main content

Áfengis- og vímuefnavandi: Skilningur, afleiðingar og úrræði

Áfengis- og vímuefnavandi: Skilningur, afleiðingar og úrræði - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
9. maí 2025 13:00 til 14:00
Hvar 

Oddi

101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Áfengis- og vímuefnaröskun (e. substance use disorder) er algengur og langvinnur sjúkdómur sem getur haft alvarlegar heilsufars- og félagslegar afleiðingar. Félagsráðgjafar gegna lykilhlutverki í því að styðja einstaklinga og fjölskyldur sem glíma við afleiðingar áfengis- og vímuefnaröskunar. Með heildrænni og áfallamiðaðri nálgun leitast félagsráðgjafar við að skilja samspil sálfélagslegra, líffræðilegra og umhverfislegra þátta sem liggja að baki. Áfengis- og vímuefnaröskun getur skapað margvísleg vandamál innan fjölskyldunnar. Dæmi um þau áhrif geta verið tilfinningaleg og efnahagsleg byrði, vanlíðan eða óánægja í samböndum og samskiptum þar sem óstöðugleiki ríkir innan fjölskyldunnar. Aðstandendur upplifa gjarnan tilfinningar eins og óöryggi, óvissu, sorg og vanmátt, auk þess sem traust og samskipti innan fjölskyldunnar geta raskast. Í þessu fræðsluerindi verður sjónum beint sérstaklega að stöðu aðstandenda og því hvernig vímuefnavandi hefur áhrif á fjölskyldutengsl og nánustu sambönd. Farið verður yfir helstu áskoranir sem aðstandendur standa frammi fyrir, sálfélagsleg áhrif og þau úrræði og stuðning sem í boði eru. Erindið er ætlað aðstandendum sem vilja fá dýpri innsýn í eigin stöðu, sem og fagfólki sem starfar með fjölskyldum og einstaklingum þar sem vímuefnavandi er til staðar.

Fyrirlesarar eru Aníta Ýr Siggeirsdóttir, Inga Beck Jónsdóttir, Valdís Von Valdimarsdóttir og Valgerður Villena nemendur í MA námi til starfsréttinda í félagsráðgjöf.