Áfangamat: Unnur Edda Garðarsdóttir

Áfangamat: Unnur Edda Garðarsdóttir fimmtudaginn 8. maí 14:00.
Kynverund og ástir ungs fólks í íslenskum síðnútíma: Orðræður, leikreglur og valdatengsl
Í rannsókninni er rýnt í míkró-pólitísk valdatengsl bæði í tilhugalífi og innan ástarsambanda meðal gagnkynhneigðra ungmenna á Íslandi. Markmiðið er m.a. að kanna hvaða orðræður móta iðkun þeirra á ástarvettvangi og hver möguleg áhrif þessa eru í víðara samfélagslegu samhengi.
Matið er í tvennu lagi; fyrst Unnur Edda rannsóknarskýrslu sína kl. 14–15 á Zoom og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsfólki Menntavísindasviðs. Hægt verður að fylgjast með kynningu í gegnum Zoom: https://eu01web.zoom.us/j/63985834733
Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknarskýrsluna. Fundurinn er öðrum lokaður. Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Menntavísindasvið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsóknarverkefni sitt og að veita endurgjöf svo að verkefnið verði svo gott sem verða má.
Prófdómarar eru dr Valerie Walkerdine prófessor við Cardiff University, Bretlandi og dr Inga Dóra Björnsdóttir prófessor við University of California, Santa Barbara, Bandaríkjunum. Aðalleiðbeinandi er dr Berglind Rós Magnúsdóttir prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, meðleiðbeinandi dr Ólafur Páll Jónsson prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Dr Annadís Greta Rúdólfsdóttir prófessor við Menntavísindasvið er formaður matsnefndar og stýrir athöfninni og Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir er ritari.