Skip to main content

Áfangamat: Hrafnhildur Kvaran

Áfangamat: Hrafnhildur Kvaran  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
6. maí 2025 8:00 til 9:00
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Áfangamat: Hrafnhildur Kvaran þriðjudaginn 6. maí kl 8:00.

Börn og ungmenni með flóttabakgrunn í íslenskum grunn- og framhaldsskólum: Væntingar til menntunar og reynsla af inngildingu. Markmið rannsóknarinnar er að greina áskoranir og tækifæri sem flóttabörn og -ungmenni standa frammi fyrir í íslensku menntakerfi. Sérstök áhersla er lögð á væntingar þeirra til menntunar og hvernig stutt er við námsframvindu þeirra. Rannsóknin byggir á gögnum úr rannsóknarverkefninu Saman eða sundruð? Menntun og félagsleg þátttaka flóttabarna og -ungmenna á Íslandi (2023-2026). 

Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir Hrafnhildur rannsóknarskýrslu sína kl. 8:00–9:00 á Zoom og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsfólki Menntavísindasviðs. Hægt verður að fylgjast með kynningu í gegnum Zoom: https://eu01web.zoom.us/j/64364235724

Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknarskýrsluna. Fundurinn er öðrum lokaður. Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Mennta­vísinda­svið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsóknarverkefni sitt og að veita endurgjöf svo að verkefnið verði svo gott sem verða má.

Prófdómarar eru dr Lisa Rosen prófessor við Háskólann í Kaiserslautern-Landau, Þýskalandi og dr Michelle Proyer prófessor við Háskólann í Luxembourg. Aðalleiðbeinandi er dr Hermína Gunnþórsdóttir prófessor við Kennaradeild Háskólans á Akureyri, meðleiðbeinandi Dr Hanna Ragnarsdóttir prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Dr Annadís Greta Rúdólfsdóttir prófessor við Menntavísindasvið er formaður matsnefndar og stýrir athöfninni og Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir er ritari.