Áfangamat: Freyja Haraldsdóttir

Áfangamat: Freyja Haraldsdóttir þriðjudaginn 8. Apríl kl. 13:00.
Fötlun og móðurhlutverkið á tímum nýfrjálshyggju: samtvinnun, fötlunar, kyngervis og stéttar
Markmið rannsóknarinnar er að skoða reynslu fatlaðra kvenna á Íslandi af því að velja móðurhlutverkið. Einnig hvernig hefðbundnar hugmyndir nýfrjálshyggju um hamingju, farsæla framtíð og samþykkta þjóðfélagsþegna móta líðan fatlaðra mæður. Þá er einnig markmiðið að rannsaka hvernig kvíði samfélagsins fyrir því að fatlaðar mæður eignist fötluð börn hefur áhrif á ákvarðanir þeirra um að eignast börn.
Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir Freyja rannsóknarskýrslu sína kl. 13–14 á Zoom og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsfólki Menntavísindasviðs. Hægt verður að fylgjast með kynningu hér á Zoom: https://eu01web.zoom.us/j/67306992177
Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknarskýrsluna. Fundurinn er öðrum lokaður. Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Menntavísindasvið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsóknarverkefni sitt og að veita endurgjöf svo að verkefnið verði svo gott sem verða má.
Prófdómarar eru dr Kirsty Liddiard rannsakandi við University of Sheffield, Englandi, dr James Gordon Rice prófessor við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Aðalleiðbeinandi er dr Annadís Greta Rúdólfsdóttir prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, meðleiðbeinandi dr Rebecca Lawthom prófessor við University of Sheffield, Englandi. Dr Íris Ellenberger dósent við Menntavísindasvið er formaður matsnefndar og stýrir athöfninni og Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir er ritari.