Áfangamat: Emily Matejko

Oddi
O-205
Adolescent dating violence: Understanding the experiences of adolescents with disabilities
Þetta verkefni rannsakar reynslu ungmenna með fötlun af ofbeldi í nánum samböndum. Verkefnið skiptist í þrjá þætti: Í fyrsta lagi verður gefið yfirlit yfir rannsóknir undanfarinna tveggja áratuga á viðfangsefninu. Í öðru lagi verður kastljósinu beint að forvarnaraðgerðum og aðilum sem stunda forvarnir þegar kemur að ofbeldi í nánum samböndum. Í þriðja lagi verður reynsla ungmennanna sjálfra skoðuð með því að notast við listmiðaðaða aðferðafræði.
Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir Emily rannsóknarskýrslu sína kl. 14–15 í stofu O-205 í Odda og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsfólki Menntavísindasviðs. Hægt er að fylgjast með á Teams: Join the meeting now
Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknarskýrsluna. Fundurinn er öðrum lokaður. Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Menntavísindasvið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsóknarverkefni sitt og að veita endurgjöf svo að verkefnið verði svo gott sem verða má.
Prófdómarar eru dr. Kristín Björnsdóttir prófessor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og dr. Amy Pearson lektor við Durham University. Aðalleiðbeinandi er dr. Jón Ingvar Kjaran prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, meðleiðbeinandi er dr. James Gordon Rice prófessor við Félagsvísindasvið. Dr. Anusha Kassan dósent við University of British Columbia er sérfræðingur í doktorsnefnd. Dr Annadís Gréta Rúdolfsdóttir prófessor við Menntavísindasvið er formaður matsnefndar og stýrir athöfninni og Gyða Fanney Guðjónsdóttir skrifar skýrslu.