Áfangamat: Ásta Möller Sívertsen

Gimli
G-139
Efling fagmennsku og gæða í íslensku leikskólastarfi. Starfstengd sjálfsrýni og starfendarannsókn
Rannsóknin er framkvæmd innan eins leikskóla og í leikskólakennaramenntun. Tilgangurinn er að vekja athygli á mikilvægi fagmennsku og leita leiða til að auka gæði í leikskólastarfi á Íslandi.
Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir Ásta rannsóknarskýrslu sína kl. 13–14 í stofu G-139 í Gimli og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsfólki Menntavísindasviðs. Hægt er að fylgjast með á Teams: Join the meeting now
Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknarskýrsluna. Fundurinn er öðrum lokaður. Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Menntavísindasvið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsóknarverkefni sitt og að veita endurgjöf svo að verkefnið verði svo gott sem verða má.
Prófdómarar eru dr. Heidi Harju-Luukkainen prófessor við Háskólann í Jyväskylä og dr. Christi Edge prófessor við Northern Michigan University. Aðalleiðbeinandi er dr. Svanborg R. Jónsdóttir prófessor emerita við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, meðleiðbeinandi er dr. Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir dósent við Menntavísindasvið. Dr. Deborah Tidwell prófessor við University of Northern Iowa er sérfræðingur í doktorsnefnd. Dr Erlingur S. Jóhansson prófessor við Menntavísindasvið er formaður matsnefndar og stýrir athöfninni og Dr Steingerður Ólafsdóttir skrifar skýrslu.