Áfangamat: Anna Katrín Eiríksdóttir

Stakkahlíð / Háteigsvegur
Stofa E-205
Áfangamat: Anna Katrín Eiríksdóttir fimmtudaginn 3. apríl 13:00.
Samstarf fjöltyngdra fjölskyldna og grunnskóla
Rannsóknin byggir á gögnum úr rannsóknarverkefninu Tungumálastefna og starfshættir fjölskyldna innflytjenda á Íslandi og áhrif þeirra á menntun, sem er eigindleg tilviksrannsókn með 16 fjöltyngdum fjölskyldum búsettum á Íslandi. Áhersla doktorsrannsóknarinnar er á samstarf heimila og skóla út frá sjónarhorni kennara, foreldra og fjöltyngdra nemenda.
Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir Anna Katrín rannsóknarskýrslu sína kl. 13–14 í stofu E205 í Stakkahlíð og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsfólki Menntavísindasviðs. Hægt verður að fylgjast með kynningu í gegnum Zoom: https://eu01web.zoom.us/j/66152493399
Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknarskýrsluna. Fundurinn er öðrum lokaður. Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Menntavísindasvið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsóknarverkefni sitt og að veita endurgjöf svo að verkefnið verði svo gott sem verða má.
Prófdómarar eru dr Julia Melnikova dósent við Volda University College, Norway og dr Eddie Denessen prófessor at Radboud University, Nijmegen, Netherlands. Aðalleiðbeinandi er dr Kristín Jónsdóttir dósent við Menntavísindasvið, Háskóla Íslands, meðleiðbeinandi dr Hanna Ragnarsdóttir prófessor við Menntavísindasvið, Háskóla Íslands. Dr Erlingur S. Jóhannsson prófessor við Menntavísindasvið er formaður matsnefndar og stýrir athöfninni og Steingerður Ólafsdóttir er ritari.