Miðbiksmat í eðlisfræði - Valtýr Kári Daníelsson

VR-II
Stofa 148
Heiti ritgerðar:
Ljósskauteindaþéttingar í bilfrjálsum grindum
Nemandi:
Valtýr Kári Daníelsson
Doktorsnefnd:
Dr. Helgi Sigurðsson, rannsóknasérfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands
Dr. Snorri Þ. Ingvarsson, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands
Dr. Michał Matuszewski, prófessor við Pólsku vísindaakademíuna, Pólland
Ágrip:
Á undanförnum árum hefur umtalsverð vinna verið lögð í að kanna hreyfifræði drifinna og tengdra ljósskauteindaþéttinga (e. exciton-polariton condensates) í nýstárlegum tvívíðum kerfum, svo sem örgeislaholum, bylgjuleiðurum og ljóskristöllum. Vegna hárrar ólínulegrar svörun þeirra og samkeppni um ljósmögnun (e. optical gain) geta þessar ljósskauteindaþéttingar leitt til heillandi sjálfsprottinnar hegðunar og mynstramyndunar þegar þær eru raðaðar í flókin rúmfræðileg form. Eitt viðfangsefna verkefnisins er ljósskauteindir í bilfrjálsum (e. aperiodic) tvívíðum grindum. Þar af var unnin rannsóknarvinna um ljósskauteindir í P3 Penrose grind í samstarfi við tilraunaeðlisfræðinga. Einnig eru eiginleikar ljósskauteinda í "einstein" einflísargrind rannsakaðir kennilega með margvíslegum háttum. Rannsóknin okkar er sú fyrsta sem kannar hreyfifræði ljósskauteindaþéttinga í tvívíðum Penrose- og "einstein" kvasikrystöllum. Annað viðfangsefni eru víxlverkanir tveggja hring-laga ljósskauteindaþéttinga í aðskildum ljósgildrum, unnið í samstarfi við tilraunaeðlisfræðinga. Þar eru skoðaðar mismunandi tengingar sem þéttingarnar geta myndað, sem eru áþekk sigma og pí tengslum sem geta myndast milli p-brauta í sameindum. Ásamt því að sýna tilvist þessara ástanda er skoðað undir hvaða kringumstæðum þau eru stöðug og niðurstöðurnar útvíkkaðar til stærri grinda þar sem við greinum óvenjulega sjálfsprottna reglu milli þéttinganna sem minnir á Ising- og XY-spunareglu.
Miðbiksmat í eðlisfræði - Ljósskauteindaþéttingar í bilfrjálsum grindum
