Skip to main content

Doktorsvörn í lyfjafræði - Björg Þorsteinsdóttir

Doktorsvörn í lyfjafræði - Björg Þorsteinsdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
27. janúar 2026 13:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þriðjudaginn 27. janúar ver Björg Þorsteinsdóttir doktorsritgerð sína í lýðheilsuvísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Þróun ákvörðunartólsins CKD Journeys til að stuðla að sameiginlegri ákvarðanatöku meðal sjúklinga með nýrnasjúkdóm á háu stigi. Development of the CKD Journeys Decision Aid to Promote Shared Decision Making in Patients with Advanced Kidney Disease.

Andmælendur eru dr. Willem Jan Bos, prófessor við Leiden University Medical Center, og dr. Andrew C. Nixon, nýrnalæknir og leiðtogi stuðnings- og líknarmeðferðar við Lancashire Teaching Hospitals NHS Foundation Trust.

Umsjónarkennari var Runólfur Pálsson, prófessor í lyflæknisfræði (nýrnasjúkdómafræði), leiðbeinandi var dr. Jon C. Tilburt, prófessor við Mayo Clinic Arizona, og meðleiðbeinandi var María Heimisdóttir landlæknir. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd dr. Ann M. O´Hare, prófessor við University of Washington, Seattle, og dr. Mildred Z. Solomon, prófessor við Harvard Medical School, Boston.

Sædís Sævarsdóttir, prófessor og deildarforseti Læknadeildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 13.00.

Ágrip

Langvinnur nýrnasjúkdómur er sjöundi algengasti áhættuþátturinn fyrir dauða á heimsvísu. Nýrnasjúkdómur á lokastigi hefur einkennabyrði og dánartíðni sem jafnast á við langt gengið krabbamein. Óvissa ríkir um það hvort blóðskilun lengi eða bæti líf ákveðinna sjúklingahópa umfram líknandi meðferð. Engu að síður telja læknar og sjúklingar sig oft ekki eiga annarra kosta völ og notkun blóðskilunar fer því vaxandi, með auknum samfélagskostnaði.

Doktorsverkefnið miðaði að því að bæta sameiginlega ákvarðanatöku eldri sjúklinga með langt genginn nýrnasjúkdóm og lækna þeirra með þróun gagnvirks samskiptaverkfæris, CKD Journeys, sem ber saman meðferðarúrræði. Afstaða og óskir sjúklinga voru lagðar til grundvallar.

Niðurstöður safngreininga sýndu fram á skort á áreiðanlegum spátækjum og samskiptaverkfærum til að aðstoða sjúklinga við val á meðferð. Samanburðargreining á lifslíkum sýndi hóflegan lifunarávinning af skilunarmeðferð, jafnvel fyrir elstu sjúklingana. Þó nokkur breytileiki fannst í óskum sjúklinga um að fá upplýsingar um horfur. Fleiri höfðu áhuga á að vera upplýstir um áhættu sína á lokastigsnýrnabilun en heildarlifun og vildu að þessum upplýsingum yrði deilt snemma í sjúkdómsferlinu. Flestir sættu sig við óvissu í forspárgildum.

CKD Journeys varpar ljósi á áhættu sjúklings á að fá lokastigsnýrnabilun og samanburðarlifun fyrir mismunandi meðferðarúrræði, auk áhrifa á aðra þætti sem eru sjúklingum mikilvægir.

Abstract

The prevalence of end stage kidney disease (ESKD) and the use of hemodialysis treatment has been increasing beyond population growth, contributing to unsustainable health care spending.  ESKD carries a symptom burden and mortality risk rivaling advanced cancer. For certain high-risk groups, there is equipoise about whether dialysis will extend or improve life compared with supportive care without dialysis. Nonetheless, many physicians perceive the initiation of dialysis as an imperative, and patients do not feel that they have a choice but to start dialysis.

The overall goal of this doctoral research was to promote choice awareness and shared decision making around treatment options in older adults with ESKD, for both patients and clinicians, through the development of CKD Journeys, an interactive decision aid (DA), for use in the clinical encounter. A patient and user centered approach was used. 

Systematic reviews of prognostic indices demonstrated a lack of both reliable mortality indices and comprehensive validated DAs. A propensity-matched comparative survival analysis showed dialysis initiation to be associated with a consistent, albeit modest, survival benefit compared with no dialysis, even for the oldest patients. The qualitative analysis highlighted variability in patients’ desire for prognostic information. More patients were interested in understanding whether or not they might reach ESKD, than in knowing how long they might live. Patients wanted prognostic information shared early in the course of their illness and most were accepting of uncertainty.

CKD Journeys presents individualized estimates for ESKD risk, the competing risk of death and comparative survival for different treatment options, as well as other outcomes known to be important to ESKD patients.

Um doktorsefnið

Björg Þorsteinsdóttir er fædd árið 1972 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá eðlisfræðideild Menntaskólans í Reykjavík og síðan embættisprófi í læknisfræði 1999. Hún sinnti embætti forseta alþjóðasamtaka læknanema, IFMSA, skólaárið 1997-1998, samhliða námi. Að loknu kandídatsári starfaði Björg sem deildarlæknir á ýmsum deildum Landspítala áður en hún hélt utan til sérnáms. Hún lauk sérmenntun í almennum lyflækningum á Mayo Clinic í Minnesota árið 2005. Þá lauk hún viðbótarnámi í lífsiðfræði við Harvard Medical School 2008. Björg starfaði á hag- og upplýsingadeild og líknardeild Landspitalans 2008-2011. Hún lauk sérfræðiprófi í líknarmeðferð 2012. Síðan 2011 hefur Björg starfað sem almennur lyflæknir og við líknarmeðferð á Mayo Clinic, þar sem hún hefur einnig kennt og lagt stund á rannsóknir. Doktorsverkefnið var styrkt af Satellite Healthcare, National Institute on Ageing og Mayo Clinic. Foreldrar Bjargar eru Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur og Sophie Kofoed Hansen sérkennari. Eiginmaður Bjargar er Bo Enemark Madsen bráðalæknir og börn þeirra eru Jóhannes, Harald, Sophie og Kirsten.

Björg Þorsteinsdóttir ver doktorsritgerð sína í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands þriðjudaginn 27. janúar 2026.

Doktorsvörn í lyfjafræði - Björg Þorsteinsdóttir